Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25952
Viðfangsefni rannsóknarinnar var að skoða örnefni í víðu samhengi hvað varðar uppruna, tilgang, notkun og varðveislu þeirra. Rannsökuð er nafnstýring í íslensku samfélagi á 20. öld og 21. öldinni. Til þess eru skoðuð gögn Örnefnanefndar, upphaf hennar, verksvið og áhrif. Fjallað er um hreppa og hreppanöfn á Íslandi og stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Athugað var hvernig Örnefnanefnd kom að nafngjöfum sameinaðra sveitarfélaga á 20. og 21. öld. Þá eru skoðuð bæjanöfn og breytingar sem hafa verið samþykktar á þeim frá því lög voru sett um þau árið 1913. Til þessa eru notuð gögn úr Örnefnasafni Nafnfræðasviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Tekin voru viðtöl við sérfræðinga um örnefni. Fundargerðir Örnefnanefndar voru teknar voru saman og rannsakaðar.
Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að örnefni eru mikilvægar menningarminjar sem geyma óskrifaða sögu horfins samfélags. Örnefnanefnd hafði töluverð áhrif á örnefnaflóru sveitarfélaga og bæjanafna.
The subject of this thesis was to research place names in a broad context, specifically in relation to their origin, purpose, use, and retention. Additionally the governing of place names in the 20th century Icelandic community was researched. To achieve this the Icelandic committee for place names (Örnefnanefnd) was explored, it's origins, evolution, and influence. Hreppar are discussed as well as their standing in the community, how the committee influenced unified municipalities in the 21st and 20th centuries. An investigation into the names of farmsteads and changes approved to their names from the passed in 1913. To accomplish this, data from the Place name collection (Örnefnasafni) of the Department of Onomastics (Nafnfræðisviðs) at The Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies. Interviews were conducted with former employees and experts in the field of toponomy, as well as the minutes of the Committee for place names were compiled and studied.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Örnefni, Örnefnanefnd, sameinuð sveitarfélög og bæjanöfn.pdf | 3,25 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Viðauki B.pdf | 1,07 MB | Lokaður til...09.09.2026 | Viðauki | ||
Viðauki C.pdf | 20,1 MB | Lokaður til...09.09.2026 | Viðauki | ||
Yfirlýsing.pdf | 343,25 kB | Lokaður | Yfirlýsing |