is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25961

Titill: 
  • Hlutverk, umhverfi og útfærsla? Rekstrarform Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-gráðu í stjórnmálafræði. Megin viðfangsefni þessarar ritgerðar er að fjalla um rekstrarform og hlutverk Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. með hliðsjón af stjórntækjum og síðar rekstrarformi. Við mat á þessu verður notast við greiningu Lester M. Salamon á stjórntækjum sem greint er frá í bók hans The Tools of Government: A guide to New Governance.
    Fjallað er um sögulegan undanfara stofnunar félagsins, og hvaða sjónarmið voru ríkjandi sem leiddi til ákvörðunar íslenskra stjórnvalda um val á rekstrarformi félagsins. Hlutverk félagsins er í framhaldi skoðað út frá þjónustusamningi þess við fjármálaráðuneytið.
    Sýnt er fram á að val á rekstrarformi og stjórntækjum skipta máli út frá því hlutverki sem verkefnum ríkisins eru falið og hvernig það nýtist við að ná fram settum markmiðum í rekstri þess.
    Megin niðurstaða ritgerðarinnar er að val á rekstrarformi og stjórntækjum skipta máli út frá því hlutverki sem verkefninu er ætlað að sinna, þeim markmiðum sem því er ætlað að ná og starfsumhverfinu sem því er gert að starfa í. Því hafi val rekstarforms og beiting þeirra stjórntækja sem hér voru valin verið rétt ákvörðunartaka af hálfu ríkisins er litið er til baka yfir starfsemi verkefnisins.

Samþykkt: 
  • 7.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - Rekstarform ÞK - LOKAEINTAK - 05092016.pdf712.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman - yfirlýsing - ASJ undirrituð.pdf248.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF