is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25965

Titill: 
  • Vogur í Höfnum og Víkingaheimar: Frá fornleifarannsóknum í sýningarmiðlun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um ferlið frá því að forngripir eru grafnir úr jörðinni og þar til þeir enda til sýnis á sýningu. Markmiðið er að sýna fram á það flókna ferli sem fer fram í fornleifauppgreftri og hversu mikið magn upplýsinga getur komið fram við slíka rannsókn. Hvernig söfn og sýningar síðan miðla þeim upplýsingum áfram til almennings getur verið vandasamt, m.a. vegna fjölda gripa sem finnast við fornleifarannsókn. Í þessari ritgerð er ferlið rakið sem gripir fara í gegnum eftir uppgröft, hvernig gripir eru valdir á sýningu og hversu mikið af upplýsingunum enda með að koma fram. Sem dæmi verður uppgröfturinn í Vogi í Höfnum tekinn fyrir og sýning í Víkingaheimum sem hefur til sýnis gripi úr þeim uppgreftri. Helstu niðurstöður eru þær að fornleifarannsókn er gríðarlega flókið ferli sem gefur af sér ríkulegt efni. Ferlið og magn upplýsinganna sem komu fram í uppgreftinum í Vogi skreppa töluvert saman í sýningunni í Víkingaheimum og gerir mikið minna úr uppgreftrinum og staðnum. Vogur er fornleifafundur sem gefur góða sýn í landnám á Íslandi og hvernig lifnaðarhættir fólks voru á þeim tíma, en það er miður að töluvert af upplýsingunum sem rannsóknin gaf af sér sé ekki miðlað með kraftmeiri hætti.

Samþykkt: 
  • 7.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25965


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA - Heiðrún Þórðardóttir - Okt 2016.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpeg577.68 kBLokaðurYfirlýsingJPG