en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/25966

Title: 
  • Title is in Icelandic Valdabarátta Írans og Sádí-Arabíu. Borgarastríð í Jemen
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar ritgerðar er að greina frá meginþáttum valdabaráttu Sádí-Arabíu og Írans og áhrifum hennar á nágrannaríki þeirra. Samskipti ríkjanna verða skoðuð í ljósi raunhyggju og formgerðarraunhyggju og út frá hugmyndinni um staðgenglastríð. Einnig verður valdabarátta Sádí-Arabíu og Írans útskýrð út frá kenningum um valdajafnvægi. Svæðisbundnar utanríkisstefnur Sádí-Arabíu og Írans í Mið-Austurlöndum verða kannaðar allt frá írönsku byltingunni árið 1979 til dagsins í dag. Skoðað verður hverra hagsmuna ríkin hafa að gæta á svæðinu og hvaða aðferðir þau notast við til að tryggja þá hagsmuni. Þá verður einnig greint frá því hvernig samkeppni Írans og Sádí-Arabíu um völd í Mið-Austurlöndum hefur áhrif á viðkomandi heimshluta en staðgenglastríð hafa myndast víða um Mið-Austurlönd þar sem Íran og Sádí-Arabía hafa styrkt andstæðar fylkingar í átökum hvor við aðra. Til þess að varpa ljósi á afleiðingar valdabaráttu ríkjanna verður borgarastríðinu í Jemen gerð ítarleg skil en þar hafa óeirðir verið viðvarandi frá því að arabíska vorið náði til landsins árið 2011. Leitað verður svara við því hvort raunhyggja sé grundvallaratriði í svæðisbundinni utanríkisstefnu ríkjanna og samskiptum milli þeirra, og reynt að útskýra hvers vegna borgarastríðið í Jemen flokkast undir staðgenglastríð. Meginniðurstöður þessarar greiningar eru að hinn kenningalegi rammi raunhyggjunnar nýtist vel til að útskýra svæðisbundnar utanríkisstefnur ríkjanna og samskipti þeirra á milli.

Accepted: 
  • Sep 7, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25966


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerð.pdf641.69 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Ellen Nadia Skemmu Yfirlýsing.pdf36.37 kBLockedYfirlýsingPDF