Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25967
Í þessari ritgerð er fjallað um sögukort sem staðsetur draugasögur og sagnir á sögufræga staðnum Skálholti í Biskupstungum. Markmið útgáfunnar er að gera gestum staðarins kleift að upplifa Skálholt á öðruvísi hátt en áður. Þannig geta handhafar sögukortsins gengið um staðinn og fræðst um sögurnar á þeim stöðum sem sagt er að þær hafi átt sér stað.
Fyrri hluti ritgerðarinnar fjallar um þjóðsögur og sagnir almennt út frá þjóðfræðilegu sjónarhorni. Sögukortið er síðan sett í samhengi við menningararf og menningartengda ferðaþjónustu sem hefur verið í talsverðri sókn á landinu undanfarin ár. Í seinni hluta ritgerðarinnar er síðan greint frá gerð og uppsetningu sögukortsins út frá hönnunarlegu sjónarhorni. Sögukortið er enn í vinnslu og því er sagt frá útgáfuferlinu og hugmyndavinnunni hingað til. Uppdráttur að hönnun prentgripsins fylgir með í viðauka.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Dýrfinna_meistararitg.LOKA.pdf | 844.31 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman yfirlýsing.pdf | 72.82 kB | Lokaður | Yfirlýsing |