is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25969

Titill: 
  • Börn í skugga hnattvæðingar. Helstu birtingarmyndir hnattvæðingar í lífi barna í dag.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um nokkra helstu áhrifaþætti hnattvæðingar á líf barna á Vesturlöndum í dag. Því hefur verið haldið fram að umhverfi okkar og tilvera sé sífellt að verða einsleitari sem birtist meðal annars í breytingum á formi samfélaga og menningu. Hnattvæðing er fyrirbæri sem ekki bara snertir okkur öll heldur hefur haft róttæk áhrif á líf fólks, ekki síst barna. Tækni á borð við síma, tölvur og sjónvarp eru nú staðalbúnaður á flestum heimilum á Vesturlöndum. Internetið, samskiptamiðlar og aðrar tækninýjungar hafa breytt samskiptamáta fólks, hvernig það kemur fram, hugsar og talar hvert við annað. Sá tími sem bæði börn og fullorðnir eyða á dag í nýja tækni hefur aukist til muna sem meðal annars birtist í hreyfingarleysi barna. Þá má meðal annars sjá neikvæðar afleiðingar aukinnar netnotkunar barna og fullorðinna í svokölluðu neteinelti og einnig netfíkn. Tímabil barnæskunnar er að breytast, þar sem uppeldi, lifnaðarhættir og kennsluaðferðir í skólum hafa breyst í takt við tækninýjungar. Í ritgerðinni er fjallað um sögu hugtaksins barnæska; hvernig mannfræðingar og aðrir fræðimenn hafa útskýrt og skilgreint hugtakið auk þess sem farið er stuttlega í rannsóknir sem snúa að börnum og réttindum þeirra. Í ritgerðinni er sjónum sérstaklega beint að íslenskum veruleika með áherslu á hvernig hnattvæðing birtist sem dæmi í leik- og grunnskólum landsins.

Samþykkt: 
  • 8.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25969


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aníta Rós Rúnarsdóttir.pdf581.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing arr.jpg23.96 kBLokaðurYfirlýsingJPG