is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25975

Titill: 
  • „Mér fannst ég bara heimsk“ : ADHD í grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mikilvægt er að börn útskrifist úr grunnskóla með gott sjálfstraust og sjálfsálit til þess að geta haldið áfram námi sínu sem getur síðan bætt framtíð þeirra svo um munar. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að auka skilning á líðan barna með ADHD í grunnskólanum. Í þessari rannsókn var skoðað hvernig börnum með ADHD (e. Attention Deficit Hyperactivity Disorder) leið á grunnskólagöngu sinni og hvernig grunnskólinn kom til móts við þarfir þeirra. Röskunin ADHD lýsir sér í athyglisbresti, hvatvísi og ofvirkni. Misjafnt er þó hvernig röskunin birtist og getur hún verið nokkuð falin hjá sumum einstaklingum, þá sérstaklega stúlkum. Í skólasamfélaginu eru gerðar kröfur sem þessir einstaklingar ráða oft illa við og þá eiga þeir það til að kikna undir álaginu og líða illa með sjálfa sig og umhverfið.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að grunnskólabörn með ADHD hafi lítið sjálfstraust og sjálfsálit. Þau geta álitið sig heimsk vegna þess að þau standast ekki væntingar skólanna. Neikvæð upplifun þeirra af grunnskólanum getur gert þeim erfiðara fyrir með að ákveða áframhaldandi skólagöngu, þar sem þau hafa ekki trú á að þau geti náð prófum í framhaldsskólum. Eins kom í ljós að mörgum árum eftir grunnskólagönguna eru þau enn að glíma við lélega sjálfsmynd.
    Rannsóknir á sviði ADHD hafa aukið skilning samfélagsins á röskuninni en þrátt fyrir það er enn langt í land með að komið sé til móts við alla sem hafa verið greindir með ADHD. Þegar samfélagið hefur ekki þekkingu á einkennum ADHD getur umræðan orðið neikvæð og einstaklingar með röskunina verða varir við skort á skilningi og umburðarlyndi í garð þeirra.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25975


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anika Rós Guðjónsdóttir 2016.pdf3.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing copy.pdf249.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF