is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25978

Titill: 
 • Minni barna í 3. og 4. bekk : er kynjamunur á minnistækni?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknar var að skoða minni stúlkna og drengja í 3. og 4. bekk, með hliðsjón á því hvaða aðferðum þau beita við að leggja á minnið. Minnisaðferðir hafa verið rannsakaðar síðastliðin 40 ár því það er mikilvægt að athuga hvernig minnið þróast hjá börnum. Sýnt hefur verið fram á að nemendum gengur betur að muna ef þeir nota minnisaðferðir. Áhugavert er því að athuga hvort nemendur í 3. og 4. bekk noti minnisaðferðir þegar þeir leggja á minnið og þá hvernig þær minnisaðferðir eru. Út frá niðurstöðum fyrri rannsókna má áætla að það sé kynjamunur eftir aldri og einnig að það sé kynjamunur eftir verkefnum.
  Rannsóknin var gerð í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og notast var við hentugleikaúrtak með samþykki bæði foreldra og barnanna sjálfra. Þátttakendur voru 80 nemendur, þar af 40 nemendur í 3. bekk og 40 nemendur í 4. bekk (20 drengir og 20 stúlkur í hvorum hópi). Þrjú minnisverkefni voru lögð fyrir þátttakendur: leiðarverkefni (e. pathway span task) sem er rýmistengt verkefni, textaverkefni (e. verbal task) sem byggir á málgetu og flokkunarverkefni (e. sort-recall). Þessi verkefni hafa verið notuð í svipuðum rannsóknum á þessu sviði.
  Niðurstöður sýndu marktækan mun á frammistöðu kynjanna í textaverkefni og flokkunarverkefni og í báðum tilvikum mundu stúlkur meira en drengir. Aftur á móti var enginn kynjamunur í leiðarverkefninu. Áhrif aldurs, það er munur á frammistöðu þátttakenda í 3. bekk og 4. bekk, kom aðeins fram í textaverkefninu. En eldri börn skrifuðu fleiri orð í upprifjun á texta. Einnig kom í ljós að eldri börn notuðu frekar minnisaðferðir til að leggja á minnið heldur en þau yngri.
  Vonast er til að niðurstöður þessarar rannsóknar veiti kennurum stuðning í starfi þar sem mikilvægt er að þeir geri sér grein fyrir því hvernig minnið þróast hjá börnum. Þannig er væntanlega hægt að stuðla að betri námsárangri þeirra.

Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed_lokaritgerð.pdf929.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf144.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF