is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25979

Titill: 
 • Í leit að menntunarsýn : ígrundun kennara um stærðfræðikennslu og starfsþróun
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessa verkefnis er að verða meðvituð um menntunarsýn mína, afla upplýsinga um kröfur sem gerðar eru um þekkingu stærðfræðikennara og hvað einkennir árangursríka stærðfræðikennslu. Markmiðið er að auka fagmennsku mína og styrkja mig í starfi sem stærðfræðikennari.
  Um er að ræða lífssögurannsókn en þær geta nýst vel við að greina og þróa skólastarf, aukið skilning á starfi kennara og þeirri hugmyndafræði sem þeir starfa eftir. Einnig getur lífssöguleg nálgun stutt við starfsþróun kennara. Ég ígrunda líf mitt, rifja upp merkingarbærar minningar, reynslu og menntun. Verkefnið byggir auk þess á fræðilegri heimildavinnu um stærðfræðimenntun og leiðir til að vaxa og eflast í starfi. Ég leita í kenningar fræðimanna um nám og menntun sem hafa haft áhrif á viðhorf mín og starfshætti. Ég skoða hvaða aðferðir ég get tileinkað mér og samtvinnað starfi mínu með það fyrir augum að styðja við áframhaldandi starfsþróun og gert hana að eðlilegum þætti í starfi mínu. Ég reyni að átta mig á menntunarsýn minni til að svara því hvernig stærðfræðikennari ég vil vera. Verkefnið getur vonandi orðið öðrum kennurum hvatning til að ígrunda líf sitt og starf með eigin starfsþróun í huga.
  Niðurstöður leiddu í ljós að miklar kröfur eru gerðar til stærðfræðikennara á ýmsum þekkingar- og hæfnisviðum. Einnig kom í ljós að margar leiðir eru færar til að vinna að eigin starfsþróun og flétta við daglegt starf sitt. Fræðimenn hafa þróað líkön og ferli sem geta auðveldað kennurum að ígrunda líf sitt og starf. Með því að ígrunda líf mitt, reynslu og starf með hliðsjón af þessum líkönum fann ég leiðarljós sem mynda grunn að menntunarsýn minni. Þessi leiðarljós eru: Læra af reynslu, hugsa, hafa áhuga, vinna saman, tala saman, finna umhyggju, finna traust og vera þrautseigur. Hvert og eitt leiðarljós skiptir máli og er ómissandi hluti af því hvernig stærðfræðikennari ég vil vera.

 • Útdráttur er á ensku

  The main purpose of this study is to make myself aware of my educational vision, obtain information about the requirements for mathematics teacher knowledge and what characterises effective mathematics teaching. My goal is to develop as a professional and improve my practice as a teacher of mathematics.
  The methodology of this study is a life story approach which can be used to analyze and develop schooling, as well as to increase the understanding of teachers and the philosophy that they base their teaching on. A life story approach can also support the professional development of teachers. I reflect on my life and recall meaningful memories, experiences and education. The project is also based on literature review on mathematics education and ways to professional growth. I review the theories of learning and education that have affected my beliefs and practices. I explore which methods I can adopt and intertwined to my work to support my continuing professional development, and make it a habit in my work. I try to comprehend my educational vision to answer the question of what kind of mathematics teacher I want to be. Hopefully this project can be a motivation for other teachers to reflect on their lives and work with professional development in mind.
  The results show that high demands are placed on teachers in various fields of knowledge and competence. It was also revealed that there are many possible ways towards professional development and integrating it to ones own daily work. Researchers have developed models and procedures that support teachers in reflecting on their lives and work. By reflecting on my life, experiences and practice in terms of these models, I realized the beliefs that form the basis of my educational vision. These beliefs are: learning from experience, thinking, being interested, collaborating, speaking, caring, trusting and being resilient. Each of these beliefs matter and they are essential parts of what kind of mathematics teacher I want to be.

Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25979


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_M.Ed._Arna Vala Róbertsdóttir.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf452.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF