is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2597

Titill: 
  • Skuldir heimilanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar ríkið þjóðnýtti Glitni í október 2008 má segja að keðjuverkun hafi farið í gang. Lánstraust íslensku bankastofnanna sem eftir voru hrapaði og á endanum var það svo að hinir tveir viðskiptabankarnir voru þjóðnýttir líka. Fyrstu daganna eftir skapaðist lítið bankaáhlaup á viðskiptabankanna. Þó svo að ríkisstjórnin hafi marg oft lýst því yfir að allar innistæður væru tryggðar fór fólk í bankanna og tók út sinn sparnað. Bankaáhlaupið sem slíkt var ekki alvarlegt í þeim skilningi heldur endurspeglaði það traustið sem almenningur hafði á bönkunum á þessum tíma. Gengi íslensku krónunnar hækkaði strax eftir þjóðnýtinguna. Þó svo að íslenskt efnahagslíf hafi í gengum árin mátt þola gengissveiflur krónununnar var þessi hraða veiking eitthvað sem efnhagslífið réð ekki við.
    Bankakreppan hafði víðtæk áhrif á skuldir heimilanna í landinu. Neysla almennings hefur um langa tíð treyst á innfluttar vörur. Eftir gengishækkunina hækkaði innflutningur í verði og það fór svo beint út í verðlagið. Þegar gengi íslensku krónunnar hækkaði jukust skuldir heimilanna þar sem lang stærsti hluti skuldanna er verðtryggður. Þau heimili sem skulduðu í erlendri mynt voru einnig mjög illa stödd eftir gengishækkunina en sem betur fer voru þau ekki ýkja mörg.
    Í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um helsta vandamál sem íslensk heimili standa frammi fyrir nú en það eru skuldir þeirra. Ritgerðinni er skipt uppí 7 hluta. Skoðað verður þróun skulda heimilanna allt frá árinu 1970 til lok árs 2008. Skoðað verður hlutföll skulda heimilanna á móti nokkrum stærðum sem algengt er að bera saman. Hlutfall skulda heimilanna af rástöfunartekjum þeirra er sá mælikvarði sem mest er notaður þegar bornar eru saman skuldir heimila i ólíkum löndum. Skuldir heimilanna sem hlutfall af eignum þeirra er líka mælikvarði sem verður skoðaður og borinn saman við liðin ár. Þau heimili sem eru í mestum vanda í dag eru þau sem hafa neikvætt eigið fé. Lang oftast er það yngra fólk sem er í þessum vanda. Í öðrum hluta verður skoðað þann hóp. Þau heimili sem skulda í erlendri mynt eru einnig í miklum vanda og flest þeirra hafa neikvætt eigið fé. Sérstaklega verð gerð skil á þessum hópi. Síðustu ár hafa skuldir heimilanna aukist verulega. Í fjórða hluta verður fjallað um hvers vegna þessi skuldaaukning átti sér stað og hvort að hún sé einsdæmi á Íslandi. Í kjölfarið verður Íbúðarlánssjóður til umfjöllunar og þá helst þær aðgerðir sem hann greip til haustið 2004. Afleiðingar aðgerðarinnar komu fram sem samkeppni á íbúðarlánamarkaði. Í fimmta kafla verður skoðaður samanburður íslenskra og erlendra skulda heimila. Þar verður fjallað um þróun skulda á Norðurlöndunum, Bretlandi og Bandaríkjunum. Í síðasta hluta verður svo m.a fjallað um þau úrræði sem í boði eru fyrir heimilin í landinu. Í því samhengi verður fjallað um ný lög um breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti. Nokkrar tillögur hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu mánuði. Fjallað verður um hvort að þessar aðgerðir eru framkvæmanlegar og hversu kostnaðarsamar þær eru fyrir ríkissjóð. Í lokin verða svo helstu niðurstöður dregnar saman.

Samþykkt: 
  • 12.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2597


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed[1].pdf795.66 kBLokaðurHeildartextiPDF