is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2598

Titill: 
 • Myndbeiting valds: Rússnesk myndlist og valdhafar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Rússneska framúrstefnan hefur notið mikillar hylli á Vesturlöndum á síðustu áratugum en sósíalíska raunsæið — myndlistin sem var ríkjandi á Stalínstímabilinu — hefur verið litin hornauga og lítið um hana fjallað.
  Tímabil hins sósíalíska raunsæis er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Listamenn áttu þátt í að móta opinbera menningarstefnu þjóðríkis frá grunni. Listastefnan var við lýði áratugum saman og breyttist lítið, var óáreitt af utanaðkomandi áhrifum. Listaverkin voru hvarvetna til sýnis: á torgum, í opinberum stofnunum og á einkaheimilum. Enginn fór varhluta af þeim. Listin sótti sér fyrirmyndir í listasöguna, endurreisn og nítjándu öldina auk hugmyndafræði kirkjunnar til myndsköpunar. Táknfræði kirkjunnar var endurnýtt og endurnotað með nýjum táknum. Pólitískt séð var þetta mikilvægt tímabil, lengst af stóð kalda stríðið yfir.
  Undir stjórn Stalíns var myndlistinni beitt í þágu þjóðarinnar en ekki síður hans sjálfs sem einstaklings. Með því móti styrkti hann vald sitt. Myndlistin er enn í dag — nú með ljósmyndum og kvikmyndum og í gegnum fjölmiðla — látin styðja við og staðfesta valdið. Sú mynd sem birtist í fjölmiðlum af Pútín miðast við að sýna hann sem mann sem ræður við allar aðstæður, hann sé landsfaðirinn rétt eins og Stalín áður.
  Ritgerðin fjallar um hvernig myndlist rússnesku framúrstefnunnar var notuð í þágu valdhafa, sérstaklega með áróðurslist. Þá er rakið hvernig hún lét í minni pokann fyrir sósíalíska raunsæinu og kenningar Boris Groys um ástæður þess reifaðar. Rýnt er í goðsögnina Stalín og hvernig hann upphóf sjálfan sig og hvernig Pútín fylgir í fótspor hans.

Samþykkt: 
 • 12.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2598


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EFNISYFIRLIT_fixed.pdf24.89 kBLokaðurEfnisyfirlitPDF
heimildapd_fixed.pdf132.14 kBLokaðurHeimildaskráPDF
Hugvisindasvid_forsida_ritgerda_fixed.pdf30.74 kBLokaðurForsíðaPDF
valdmegin_fixed.pdf550.75 kBLokaðurMeginmálPDF