is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25980

Titill: 
  • Spjaldtölvur sem námstæki í enskukennslu : sjónarmið kennara
  • Titill er á ensku Tablets as learning devices in the teaching of English : teachers' perspectives
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Grunnskólar landsins eru í auknum mæli að innleiða spjaldtölvur. Mikilvægt er því að rannsaka hvernig tækin eru nýtt við nám og kennslu. Áherslan í þessari rannsókn er á spjaldtölvunotkun í enskukennslu á unglingastigi grunnskólans. Tilgangur rannsóknarinnar er að svara eftirfarandi tveimur rannsóknarspurningum: Hvaða áhrif hefur spjaldtölvunotkun í enskukennslu á kennsluhætti? Hverjir eru helstu ávinningar og annmarkar við notkun spjaldtölva í enskukennslu? Markmið rannsóknarinnar er að gera enskukennara í grunnskólum landsins meðvitaða og upplýsta um möguleika við spjaldtölvunotkun í enskukennslu. Notast er við tilviksrannsókn þar sem stuðst var við eiginlega aðferðafræði. Tekin voru hálf opin einstaklingsviðtöl við alls tíu enskukennara á unglingastigi. Kennararnir eru úr níu grunnskólum af bæði höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Hjá öllum viðmælendum nýta nemendur spjaldtölvur sem námstæki þar sem stuðst er við 1:1 kennslufræði.
    Niðurstöður leiddu í ljós að innleiðing spjaldtölva geti stutt við nýbreytni í kennsluháttum þar sem kennslan getur orðið nemendamiðaðri, einstaklingsmiðaðri, fjölbreyttari og skemmtilegri. Meiri áhersla getur orðið á heildrænt verkefnamiðað tungumálanám þar sem einfaldara verður fyrir kennara að skipuleggja nám þar sem nemendur vinna með fjóra færniþætti tungumálsins. Niðurstöður gefa einnig til kynna að spjaldtölvur hafi töluvert kennslufræðilegt gildi í enskukennslu þar sem spjaldtölvur nýtast nemendum sem öflug námstæki. Þar að auki gefa niðurstöður til kynna að spjaldtölvunotkun geti stutt við grunnþættina læsi og sköpun og ýmsa lykilhæfni sem sett hefur verið af nýrri aðalnámskrá. Spjaldtölvunotkun virðist opna á marga möguleika í verkefnavinnu og gæði verkefna getur aukist. Spjaldtölvunotkun virðist einnig geta haft jákvæð áhrif á áhuga, sjálfstæði, ábyrgð, vinnusemi, vinnufrið, sjálfsaga og meðvitund nemenda um eigin námsframvindu. Einnig gefa niðurstöður til kynna að spjaldtölvunotkun geti stutt við árangursríka tungumálakennslu. Kennarar standa ekki frammi fyrir stórum vandamálum varðandi spjaldtölvunotkun í enskukennslu en helsta vandamálið er truflun vegna samskiptamiðla og leikja. Flest vandamálin eru annmarkar sem kennarar geta hins vegar tekist á við með nemendum.

  • Útdráttur er á ensku

    Tablets are increasingly being implemented into compulsory schools around Iceland. Therefore, it is essential to research how these devices are being used for teaching and learning. This study focuses on tablet use in English teaching at the compulsory level. The main purpose is to answer the two following research questions: What impact does tablet use in English teaching have on teaching practices? What are the key benefits and challenges of tablet use in English teaching? The goal of the study is to inform English teachers about the potentials of tablet use in teaching and learning. This is a case study where qualitative methods are used. Semi-structured individual interviews were conducted with ten English teachers who teach adolescents in compulsory schools around Iceland. In the participants’ schools the students use tablets as 1:1 learning devices.
    Results indicate that the implementation of tablets calls for innovative teaching practices as teaching can become more student-centered, individualized, diverse and enjoyable. More emphasis can be put on holistic task-based language learning because tablets make it easier for teachers to have students work with all four language skills. Furthermore, results indicate that the pedagogical value of tablets is tremendous because students use tablets as efficient learning devices. Tablet use may support two fundamental pillars of education, literacy and creativity, and the key competencies in the national curriculum. Tablets possibly advance more opportunities, students may become more productive and the quality of students‘ work higher. In addition, tablets seem to have a positive impact on students‘ enthusiasm, independence, self-dicipline and learning awareness. Furthermore, results indicate that tablets in English teaching supports effective language teaching. Teachers do not face many challenges with tablet use but the most common problem is games and social media in the classroom. Although, most challenges are problems that teachers can cope with.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25980


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil_M.Ed._verkefni_Arna_Borg_Snorradóttir.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaskil_Skemman_Yfirlysing-signed.pdf99.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF