is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25981

Titill: 
 • Aukin vitund gefur styrk : kennsluefni um heimilisofbeldi fyrir yngsta stig grunnskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er kennsluefni um heimilisofbeldi á yngsta stigi grunnskóla. Heimilisofbeldi er árásargjarnt hegðunarmynstur þar sem einstaklingur beitir ofbeldi til að hafa stjórn á öðrum einstaklingi sem tengist honum tilfinningaböndum. Hugmyndin með þessum skrifum er að varpa ljósi á að opin umræða og fræðsla innan grunnskólanna skapar aukna vitund meðal grunnskólabarna og starfsfólks. Tilgangur kennslu um heimilisofbeldi er að tryggja öryggi barna því líkt og fram kemur í grunnskólalögum er hlutverk skóla að stuðla að öryggi og velferð barna.
  Fram kemur í nýlegum rannsóknum, bæði innlendum og erlendum, að nemendur óska eftir fræðslu í grunnskólum um heimilisofbeldi og ber að verða við því. Einnig kemur fram í nýrri íslenskri rannsókn að börn þekkja almennt til orðsins heimilisofbeldi og er því mikilvægt að fræða þau nánar til að auka möguleika þeirra á réttum viðbrögðum.
  Kennsluefnið hefur að geyma æfingar sem stuðla að því að gera börn meðvituð um hvert og hvernig þau geta leitað eftir öryggi og stuðningi. Einnig æfast þau í tilfinningalæsi ásamt því að læra um jákvæð og neikvæð leyndarmál. Unnið verður með hugtakið heimilisofbeldi og samstarfsverkefni unnin í hópastarfi. Réttindi barna verða kynnt fyrir þeim ásamt því hvaða úrræði stendur þeim til boða ef þau búa við eða þekkja einhvern sem býr við heimilisofbeldi.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this essay is educational material about domestic violence for elementary school level. Domestic violence is a violent behavioral pattern which an individual uses to have control over another individual that they are emotionally attached to. The objective of this writing is to show that open discussion and education within schools creates increased knowledge among elementary school children and faculty. The purpose of teaching about domestic violence is to ensure the safety and well being of children which is in accordance with the official law on elementary school in Iceland..
  New research on the subject, both foreign and domestic, show that students who have experienced domestic violence wish the schools to have education about the topic to increase understanding. The results of a new Icelandic study show that children know the concept domestic violence and therefore it is important to educate them further to increase their chances of appropriate responses.
  The teaching material includes exercises that promote children ́s awareness about where and when they can seek safety and support. The material also train skills in emotional intelligence as well as learning about positive and negative secrets. The students will also do exercises and have discussions about domestic violence. They will be introduced to children ́s rights and enlightened about which resources are available to them if they are experiencing domestic violence or know somone who is.

Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25981


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aukin vitund gefur styrk - meginmál.pdf646.98 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Aukin vitund gefur styrk - kennsluefni.pdf579.76 kBOpinnKennsluefniPDFSkoða/Opna
Aukin vitund gefur styrk - viðaukar.pdf505.93 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf177.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF