is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25982

Titill: 
 • Markmiðsmiðað innra mat í leikskólum : staða innra mats í íslenskum leikskólum sem vinna með starfsaðferðum Reggio Emilia og Hjallastefnunnar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hér verður litið á gæði, matsferli og opinbert aðgengi að niðurstöðum innra mats í sextán leikskólum sem starfa með starfsaðferðum Hjallastefnunnar og Reggio Emilia. Athugað var hvort hægt var að sjá af matsskýrslum hvaða markmiðum leikskólarnir leituðust við að ná.
  Gagna var aflað með innihaldsgreiningu á skýrslum leikskóla um innra mat. Við greininguna voru notuð þýsk gæðaviðmið sem voru staðfærð og þýdd hér á landi af Björk Ólafsdóttur (sjá viðauka C, D og E). Viðmiðin ná til sex þátta innra mats en þrír þættir viðmiðanna snúa að markmiðum rannsóknarinnar og voru gögnin greind út frá þeim: gæðum framkvæmdar, matsferli og aðgengi upplýsinga. Hver þáttur er greindur í eitt af fimm stigum: 1. engin framkvæmd er til staðar; 2. þróun verklags í innra mati er komin stutt á veg; 3. grunnkröfum um verklag í innra mati er mætt; 4. verklag í innra mati er vel þróað og staða þess er góð; 5. verklag í innra mati er til fyrirmyndar og samofið daglegu skólastarfi. Tekin voru viðtöl við sex leikskólastjóra til að fá betri upplýsingar um gæði framkvæmdar, matsferlið og opinbert aðgengi að innra mati.
  Helstu niðurstöður í starfsaðferð Hjallastefnunnar sýna að grunnkröfum um gæði framkvæmdar og matsferli innra mats er mætt og opinbert aðgengi að niðurstöðum er komið stutt á veg. Í starfsaðferð Reggio Emilia eru niðurstöður um gæði framkvæmdar á þessa leið: í fjórum leikskólum eru gæði framkvæmdar komin stutt á veg, tveir leikskólar standast grunnkröfur um verklag innra mats og í tveimur leikskólum er verklag innra mats vel þróað. Grunnkröfum um matsferli er mætt í einum skóla og í sjö skólum er matsferli innra mats komið stutt á veg. Opinber birting á innra mati er komin stutt á veg í starfsaðferð Reggio Emilia.
  Í viðtölum við leikskólastjórana kom fram að í starfsaðferð Reggio Emilia er notaðar ólíkar aðferðir við að meta starfið. Í Hjallastefnunni eru notaðar matsaðferðir sem Hjallastefnan þróaði út frá markmiðum starfsins.

Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25982


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_AÆ.pdf202.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF