is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25988

Titill: 
 • Dagleg hreyfing mænuskaddaðra á Íslandi
 • Titill er á ensku Daily physical activity of Spinal cord injury
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Að stunda hreyfingu er öllum einstaklingum nauðsynlegt. Regluleg hreyfing er mænusködduðum einnig mikilvæg en áhrif reglulegrar hreyfingar á heilsu og velferð einstaklinga með mænuskaða er samt sem áður lítið rannsökuð.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hver dagleg hreyfing mænuskaddaðra einstaklinga er á Íslandi með tilliti til hreyfiráðlegginga frá Embætti Landlæknis og alþjóðlegra heilbrigðisstofnana. Jafnframt var markmið að kanna hvort hægt væri að áætla daglega hreyfingu hjá mænusködduðum einstaklingum út frá alþjóðlegum spurningalista, International physical activity questionnaire (IPAQ).
  Rannsóknin var fólgin í mælingum á daglegri hreyfingu með hröðunarmælum, þolprófi og spurningalista. Mæling með hröðunarmælir var fólgin í því að mælir var festur á víkjandi úlnlið og borinn í eina viku. Auk þess svöruðu þátttakendur spurningalista um hreyfingu síðastliðna 7 daga (IPAQ). Helmingur þátttakanda þreytti þar að auki 12 mínútna þolpróf.
  Þátttakendur (n=14) voru á aldrinum 19-52 ára og voru þeir allir með þverlömun. Einstaklingar með mænuskaða hreyfa sig að meðaltali 292 slög á mínútu (cpm) á dag og 297 cpm um helgar. Niðurstaða úr þolprófi þátttakanda þoltala mælt með aðlöguðu Cooper prófi, var 18,6 ml/kg/mín. Samkvæmt spurningalista voru þátttakendur að hreyfa sig í 115 mínútur á dag af miðlungs til mikilli ákefð. Há fylgni var á milli hröðunarmæla og spurningalista r=0,83.
  Þessi rannsókn fer inn á nýtt svið sem ekki hefur verið kannað áður hér á landi og niðurstöður kalla á svörun samfélagsins um bætta þjónustu og aðgengi þessa hóps að daglegri þjálfun, aðstöðu og sérhæfðum starfskröftum. Með tilliti til fjölda þátttakenda hafði hver og einn mikil áhrif á niðurstöður rannsóknar. Þar sem hreyfing mænuskaddaðra sem og annarra hjólastólanotenda er mun minna rannsökuð en hreyfing heilbrigðra er þörf á frekari rannsóknum á þessu sviði. Auka þarf þekkingu fræðimanna og annarra á sviði mænuskaddaðra tengda hreyfingu svo hægt sé að mæta þörfum sem flestra þeirra sem búa við þverlömun. Því er mikilvægt að halda áfram rannsóknum á hreyfingu mænuskaddaðra, bæði hér á landi og erlendis.

 • Útdráttur er á ensku

  Physical activity is important to every individual, including those that have suffered from any sort of spinal cord injury (SCI). There has not been done much research on the effect of regular physical activity (PA) on the health and well-being of individuals with SCI.
  The purpose of the research was to find out how much individuals with SCI move on a daily basis and see if the fulfil national and/or international recommendations. Furthermore the aim was to find out if it is possible to estimate daily movement using the questionnaire.
  This particular research measured their performance by using accelerometers, endurance tests, and questionnaires. The participants wore accelerometers on their nondominant wrists for a week. Additionally, they answered a questionnaires regarding their movement the past 7 days and half of the participants did endurance test.
  Participants (n=14) were between ages 19-52, all paraplegic. The main results were that individuals PA were 292 count per minute (cpm) on weekdays and 297 cpm in the weekend. The endurance of the participants was 18,6 ml/kg/min. According to the questionnaire, the participants were active for 115 minutes per day at medium to maximal intensity. High correlation was seen between the accelerometers and the questionnaire r=0,83.
  This research explores new fields previously untouched by locally and its results call for a responce from society to improve service and access for this group to daily physical therapy, improved facilities and specialised personelle. Taking the number of participants into account, each and every one had a big impact on the result of the study. Since the activity levels of those with spinal injury and other wheelchair users are less researched then the activity of healthy individuals, more research is needed in this field.

Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25988


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásta Heiðrún Jónsdóttir, Dagleg hreyfing mænuskaddaðra..pdf3.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf39.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF