Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2599
Nýmiðlar eru kærkomin viðbót við hefðbundna miðla eins og sjónvarp, dagblöð, tímarit og útvarp og fátt bendir til hvarfs þeirra síðarnefndu af markaði. Mestar áhyggjur tengjast framtíð prentmiðla og þá sérstaklega dagblaða af því að veruleiki margra dagblaða er sá að netútgáfur þeirra eru að taka við af prentaðri útgáfu blaðsins. Staða dagblaða er samt sem áður sterk vegna þess að blaðs, sem ekki hefur verið borið út, er saknað, ekki vegna innihaldsins heldur vegna þess að það truflar mynstur hins hversdagslega lífs að blaðið vantar. Framtíðarhorfur tímarita eru einnig bjartar þar sem sérstaða þeirra og sérhæfing gera það að verkum að Internetið getur illmögulega keppt við þau. Markhópur er lykilatriði í velgengni tímarita og því kemur það ekki á óvart að það komi fram í niðurstöðum úttektar á tímaritamarkaðinum á Íslandi sem gerð var fyrir þessa ritgerð, að fjöldi almennra tímarita virðist standa í stað í meira en hálfa öld, en sérritafjöldinn sveiflast upp.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Alþýðleg tímarit í framtíðarheimi Internets fixed.pdf | 2.16 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |