is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25992

Titill: 
  • Þáttaskil í lífi barna : sýn foreldra á samstarf við leikskóla og daggæslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þáttaskil verða í lífi fjölskyldna þegar börn fara í fyrsta sinn af heimili sínu í dagvistun utan heimilis. Sum börn fara í leikskóla og önnur til dagforeldra. Börn læra frá fæðingu í umhverfi sem er mótað af foreldrum þeirra og benda fræðimenn á mikilvægi foreldrasamstarfs um uppeldi og menntun barna. Það er því hlutverk leikskóla og þeirra sem annast barnið að stuðla að samfellu í reynslu barna með því að eiga gott samstarf við foreldra. Í samstarfinu felst sameiginleg ábyrgð og ákvarðanataka þar sem hagur barnsins skal ávallt vera í fyrirrúmi. Markmið rannsóknarinnar var að skoða reynslu foreldra af því þegar barnið byrjar í dagvistun utan heimilis og væntingar þeirra til samstarfsins.
    Í rannsókninni var notuð eigindleg rannsóknaraðferð og fór gagnaöflun fram með viðtölum við báða foreldra tveggja barna og móður eins barns á aldrinum 18 – 24 mánaða. Eitt barnið er í leikskóla, annað í daggæslu þar sem þrír dagforeldrar starfa saman og það þriðja hjá einu dagforeldri í heimahúsi. Viðtölin fóru fram í febrúar og byrjun mars 2016.
    Fram kemur í niðurstöðum að allir foreldrarnir voru sammála um að börnin nytu umhyggju og mikilvægi hennar fyrir vellíðan og þroska barnanna. Ríkjandi skoðun allra foreldranna var að börnin æfðu félagsleg samskipti í leikskólanum og daggæslunni, þau lærðu viðeigandi hegðun og stuðlað væri að því að þau döfnuðu á eigin forsendum, öðluðust trú á eigin getu og hefðu ríkuleg tækifæri til þroska í daglegu starfi. Allir foreldrarnir lögðu áherslu á tíðar og greinagóðar upplýsingar um hvað börnin þeirra eru að fást við frá degi til dags og hvað væri framundan. Fram kom að foreldrarnir í leikskólanum og daggæslunni voru ánægð með upplýsingastreymið og nefndu sérstaklega notkun samfélagsmiðla til að opna glugga inn í starfið. Foreldrarnir í daggæslunni sögðust þannig oft fá hugmyndir að viðfangsefnum til að vinna með barninu sínu heima. Óánægja kom fram hjá móður barnsins hjá dagforeldrinu með að fá hvorki upplýsingar né myndir úr starfinu. Áhersla kom fram hjá öllum foreldrunum á gagnkvæm samskipti og töldu foreldrarnir í leikskólanum og daggæslunni þau vera með ágætum en móðir barnsins hjá dagforeldrinu kvartaði yfir skorti á gagnkvæmum samskiptum og var hrædd um að virka tortryggin ef hún spurði oft út í daglega starfið. Helstu niðurstöður benda til ólíkra viðhorfa, reynslu og væntinga foreldra hvað varðar samstarf við leikskóla og daggæslu barna sem og viðhorf til þátttöku í daglegu starfi. Menntunargildi leikskólans kom skýrt fram og birtist meðal annars í uppeldisfræðilegum skráningum heima og í leikskólanum og sameiginlegri markmiðasetningu foreldra og kennara um vellíðan og þroska barnanna. Niðurstöður sýna að samfellu í reynslu barnanna heima og að heiman var best sinnt í leikskólanum en verst hjá dagforeldrinu. Fram kom sú skoðun að dagforeldrar þyrftu meira eftirlit og faglegan stuðning.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf263.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF
M.Ed. lokaritgerð.pdf982.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna