is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25998

Titill: 
 • „Loksins er starfið sýnilegt“ : Facebook sem samskiptamiðill í leikskólastarfi
 • "Finally the work is visible" : Facebook for communication in preschool
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að skoða hvaða áhrif það hefur að nota samfélagsmiðilinn Facebook á tveimur leikskóladeildum í leikskóla í Reykjavík. Tilgangurinn var að skoða hvort sú leið að nota lokaða Facebook-hópa til að miðla myndaefni frá leikskólastarfinu til foreldra hafi áhrif á ákveðna þætti leikskólastarfsins. Starfsfólk deildanna setti inn færslur á Facebook með myndefni ásamt skýringum um það starf sem sjá mátti á myndunum. Rannsóknin snýr að því að sjá hvaða áhrif sú aðferð hefur í för með sér, sérstaklega hvað varðar samskipti, fagmennsku starfsfólks og viðhorf foreldra til leikskólastarfsins.
  Rannsóknin fór fram skólaárið 2015-2016 í leikskóla sem var að hefja notkun Facebook-hópa á deildum eldri barna. Rannsóknin er eigindleg tilviksrannsókn og byggist á viðtölum og gögnum Facebook-hópanna. Tekin voru tvö hópviðtöl í einum leikskóla í Reykjavík þar sem rætt var við sjö starfsmenn og fjóra foreldra barna á tveimur deildum sem rannsóknin náði til. Rannsakandi studdist einnig við gögn úr vettvangsnámi sínu haustið 2015.
  Niðurstöður benda til þess að almenn ánægja sé með notkun Facebook-hópanna bæði meðal starfsfólks og foreldra. Með notkun hópanna má sjá áhrif á samskipti milli starfsfólks og foreldra sem birtast í auknum samræðum um nám og leik barnanna. Foreldrar virðast einnig upplýstari en áður um leikskólastarfið og þátttakendur eru sammála um að bæta megi almennum upplýsingum inn í hópana. Foreldrar segjast eiga innihaldsríkari samræður við börnin um leik þeirra í leikskólanum og veita námi þeirra meiri athygli. Samvinna og virkni í starfsmannahópnum virtist hafa aukist við notkun Facebook í starfi. Starfsfólkinu finnst vinnan í kringum Facebook-hópana hafa góð áhrif á sýn þeirra á nám og leik barnanna. Starfsfólki og foreldrum finnst óþægilegt að starfsfólk noti eigin snjallsíma til að taka myndefni af börnum og vilja nýta aðrar leiðir. Foreldrar vilja að Facebook-hóparnir haldi áfram og vilja sjá meira af starfinu. Starfið er orðið sýnilegra og umræða hefur skapast um það í hverfinu. Starfsfólkinu finnst þau loksins fá viðurkenningu fyrir starfið og vona að umræðan um starfið hjálpi til við að breyta viðhorfum til leikskólastarfs í samfélaginu.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study is to explore the effects of using Facebook to communicate with parents of preschool children. The goal is to explore whether using closed Facebook groups to mediate footage of pre-school activities to parents, has any impact on certain aspects of pre-school activities. Staff shared posts with photos to Facebook including captions about the activities seen on the photos. The aim of the study was to explore what possible effects this practice would have on preschool practices including communication, teacher professionalism and parent attitudes towards the schools.
  This research took place during the school year 2015-2016 and it is a qualitative research that is based on interviews and data from the Facebook groups.Two group interviews took place in a Reykjavik pre-school with seven employees and four parents of children who attended the classes that were involved in the research. The researcher leaned as well on data from previous research conducted in fall 2015.
  The results indicate that both the parents and the teachers were satisfied with the use of closed Facebook groups. Its use show an increase in communication between parents and teachers involving their kids study and play. The parents also seemed to be more involved and informed on the work than before and the participants agreed that even more general information should be posted on the groups. The parents state that they even have a more meaningful conversation with their children about their play in school and pay more attention to their studies. The teachers found that Facebook has an effect on their efficiency and cooperation. They find it interesting that they get a new perspective on the childrens´ play and are more capable of studying and supporting the children in both play and studies. Both teachers and parents find it inappropriate that teachers use their own smart phones to record footage of the children and would like to use other means of receiving information. The parents would like to see the Facebook groups continue and would therefore like to see more of the childrens´ activities. The activities have become more visible and receives attention in the neighborhood. The teachers find that they are rewarded for their work and are hopeful that the attention will help positively change society´s perception of pre-school activities.

Athugasemdir: 
 • Efnisorð:
  Leikskóli
  Samskiptamiðlar
  Skráning
  Leikskólakennarar
  Upplýsingamiðlun
  Facebook
Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25998


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - Dagbjört Svava Jónsdóttir.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf3.08 MBLokaðurPDF