is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25999

Titill: 
 • Sýn deildarstjóra í leikskólum á forystu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða sýn deildarstjórar, sem starfa í leikskólum og vinna út frá hugmyndafræði Leiðtogans í mér, hafa á forystu (e. leadership) og forystuhlutverk sitt. Jafnframt að skoða hvaða hugmyndir deildarstjórar í öðrum leikskólum sem starfa ekki eftir hugmyndafræði Leiðtogans í mér hafa um forystu og forystuhlutverkið og bera þær saman við sýn fyrrnefndra deildarstjóra. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin hálf-opin viðtöl við sex deildarstjóra í sex leikskólum. Þar af unnu þrír deildarstjórar í leikskólum sem störfuðu eftir hugmyndafræði Leiðtogans í mér á meðan hinir þrír deildarstjórarnir unnu í leikskólum sem störfuðu eftir annars konar áherslum. Að auki var framkvæmd vettvangsathugun í hálfan dag áður en viðtölin voru tekin. Leitað var eftir sýn deildarstjóranna á starf sitt, hvað hafði áhrif á það, hvað var jákvætt og hvað var neikvætt, hvernig þeir tókust á við ágreiningsmál og hvaða áherslur þeir höfðu varðandi stjórnun deildarinnar.
  Helstu niðurstöður sýna að deildarstjórarnir lögðu allir áherslu á að virkja samstarfsfólk, hvetja það til að koma með hugmyndir og kynnast því persónulega. Allir deildarstjórarnir töluðu um að þeir vildu ekki skilgreina sig sem dæmigerðan stjórnanda sem ræður öllu. Starfsfólkið hafði líka áhrif á hvað væri gert inni á deild og var starfið unnið í samvinnu. Samt sem áður tóku deildarstjórarnir allar lokaákvarðanir og báru mestu ábyrgðina. Meginniðurstöður benda einnig til þess að þeir deildarstjórar sem störfuðu í leikskólum sem unnu eftir hugmyndafræði Leiðtogans í mér væru meðvitaðari um þætti sem hugmyndafræðin lagði áherslu á líkt og frumkvæði, markmiðssetningu, samvinnu og að rækta sjálfan sig bæði í starfi og í sínu persónulega lífi. Hugmyndafræði Leiðtogans í mér virðist því nýtast starfsfólki leikskóla til að efla forystu- og leiðtogahæfni sína. Það getur síðan haft jákvæð áhrif á starf leikskólans og hjálpað til við þróun faglegs lærdómssamfélags.

 • Útdráttur er á ensku

  Visions of department heads in preschools towards leadership
  The aim of this research was to examine the visions of heads of department that work in preschools and have implemented the key paradigms and practices of The Leader in Me, on leadership and their roles as leaders. Furthermore, to examine the visions of heads of department that are not familiar with The Leader in Me, on leadership and compare the visions of these heads of departments. Qualitative research methods were used and semi-structured interviews carried out with six heads of departsments in six preschools. In addition I did observations for half a day in each preschool before the interviews were conducted. The aim was to get aquainted with how the heads of departments see their role as leaders, what they think is negative or positve, how they deal with disagreements and what priorities they have related to the leadership of the department.
  The main findings show that heads of departments focus on enabling and encouraging the employees to develop ideas and further they emphasise to be familiar with all employees personally. All heads of department say that they do not see themselves as the typical managers that control and rule over their employees. The employees should have impact and be able to affect what is done within the department and they also see cooperation as important matter. However, they emphasise that the heads of department are the ones who make all the big decisions and are largely responsible for everything going on in the department. The findings indicate that the heads of department that work with the ideas of The Leader in me are more aware of factors that focus on for example initiatives, objectives, cooperation and nurture themselves both at work and in their personal lives. The ideology of The Leader in Me could benefit heads of department to promote leadership and leadership skills. That could have positive impact on the activities of the preschool and could help to develope professional learning community.

Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25999


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sýn deildarstjóra í leikskólum á forystu.pdf854.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing-útfyllt.pdf188.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF