is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26002

Titill: 
 • Skóli án leiklistar er líkt og regnbogi án lita : samþætting leiklistar, íslenskra bókmennta og lífsleikni á unglingastigi
 • Titill er á ensku School without drama is like a rainbow without colours : the integration of drama, Icelandic literature and life skills education
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Nemendur eru jafn ólíkir og þeir eru margir og samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laga um grunnskóla eru skólar skyldugir til þess að koma til móts við margbreytileika nemenda og bjóða upp á nám við hæfi allra einstaklinga (Lög um grunnskóla nr. 91/2008). Leiklist er þverfagleg grein sem stuðlar að aukinni fjölbreytni og sveigjanleika í kennsluaðferðum. Vegna fjölbreytileika aðferðanna kemur leiklist í skólastarfi til móts við margbreytileika nemendahópsins auk þess sem ávinningurinn af því að beita aðferðum hennar í kennslu getur verið mikill. Þrátt fyrir þessa kosti hefur leiklist átt á brattann að sækja í íslensku skólakerfi og hafa kennarar veigrað sér við að nýta sér aðferðir hennar í kennslu. Leiklist er þó ekki eina greinin sem á undir högg að sækja í íslenskum grunnskólum því einnig hallar á námsgreinarnar íslensku og lífsleikni þegar snýr að áhuga unglinga á greinunum.
  Í verkefni þessu vildi höfundur mæta bágri stöðu leiklistar í íslenskum grunnskólum og áhugaleysi unglinga á námsgreinunum íslensku og lífsleikni. Markmið þessa verkefnis er að auðga leiklistartengdan kennslugagnagrunn og stuðla að aukinni notkun leiklistar í íslenskum grunnskólum. Í þessu verkefni er sýnt fram á þann ávinning sem hlýst af því að beita aðferðum leiklistar í kennslu auk þess sem lagt er fram handhægt kennsluefni í íslenskum bókmenntum og lífsleikni á unglingastigi þar sem aðferðir leiklistar eru í aðalhlutverki. Meginmarkmið kennsluefnisins er að gera kennslu í íslenskum bókmenntum og lífsleikni á unglingastigi líflegri og skemmtilegri og koma til móts við margbreytileika nemenda þannig að hver og einn einstaklingur fái tækifæri til þess að blómstra. Kennsluefnið byggir á bókinni Peð á plánetunni Jörð eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur og samanstendur af tuttugu og sex leikferlum, það er eitt ferli fyrir hvern kafla bókarinnar. Kennsluefnið er ætlað kennurum sem kenna íslenskar bókmenntir eða lífsleikni á unglingastigi.

 • Útdráttur er á ensku

  Students are as different as they are many. Article 17 of The Compulsory School Act states that schools are obliged to meet the unique needs of each student and to provide a suitable educational environment for all individuals (The Compulsory School Act 2008 no. 91). Using drama in education allows for both diverse and flexible teaching methods, hence making it a feasible and beneficial way to involve a broad range of students. Despite these advantages, the use of drama in education within the Icelandic scholar system has not been widely spread, and teachers have been reluctant to use drama in their teaching. Drama in education is not the only disadvantaged subject within the Icelandic scholar system. Icelandic literature and life skills subjects have not gained popularity amongst students.
  The author’s focus is thus placed on both the poor status of drama in education as well as the lack of interest in Icelandic literature and life skills subjects. The goal of this master thesis is to contribute to available drama-based teaching material and to further encourage the use of drama within the Icelandic scholar system. The benefits of using drama in education is demonstrated by providing teaching material for teenagers in Icelandic literature and life skills subjects, where the use of drama is the focal point of the material. The purpose of the teaching material is to make education in Icelandic literature and life skills more lively and entertaining, while simultaneously allowing each student to develop and flourish on its own terms. The teaching material is based on the novel Peð á plánetunni Jörð by Olga Guðrún Árnadóttir and consists of twenty-six drama programs, i.e. one drama program for each chapter of the book. The material is suitable for teachers that teach Icelandic literature or life skills subjects to students of the secondary level of the compulsory school.

Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26002


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed_lokaritgerd_Erla_Maria.pdf2.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_05_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_13.05.16.pdf597.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF