is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26004

Titill: 
  • Uppeldisaðferðir foreldra og sjálfstjórnun ungs fólks : langtímarannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að athuga tengsl á milli uppeldisaðferða foreldra og sjálfstjórnunar íslenskra ungmenna. Rannsóknin byggist á gögnum langtímarannsóknar Sigrúnar Aðalbjarnardóttur sem ber heitið Áhættuhegðun, samskipti og styrkleikar ungs fólks: Langtímarannsókn. Sjálfstjórnun stúlkna og pilta er skoðuð við 14 ára, 17 ára og 22 ára aldur eftir uppeldisaðferðum foreldra við 14 ára aldur ungmennanna. Alls náði rannsóknin til 1293 ungmenna (49% drengir) í 9. bekk í grunnskólum Reykjavíkur árið 1994 sem var svo fylgt eftir. Þrír þættir í uppeldisaðferðum foreldra voru athugaðir: (1) eftirlit og aðhald, (2) stuðningur og (3) viðurkenning. Sjálfstjórnun var mæld með mati ungmennanna á því hversu mikla trú þau höfðu á eigin sjálfstjórnun (e. perceived control). Við greiningu gagna (aðhvarfsgreining) var stjórnað fyrir áhrifum kynferðis, streitu og lundernis ungmennanna. Niðurstöður voru greindar fyrir allt úrtakið í heild sinni og síðan fyrir stúlkur og drengi sitt í hvoru lagi. Meginniðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að eftir því sem ungmennin töldu foreldra sína sýna sér meiri stuðning, viðurkenningu og fylgjast betur með þeim, þeim mun líklegri voru þau til að hafa meiri trú á eigin sjálfstjórnun við 14 ára aldur. Sú niðurstaða kom fram þrátt fyrir að tekið væri tillit til hinna uppeldisaðferðanna og kom svipað fram hjá stúlkum og piltum. Allir þrír þættir uppeldisaðferða foreldra þegar ungmennin voru 14 ára spáðu fyrir um trú þeirra á eigin sjálfstjórnun við 17 ára aldur. Forspá viðurkenningar var sterkust og hún var jafnframt eini þátturinn sem spáði fyrir um trú á eigin sjálfstjórnun við 22 ára aldur í heildarúrtakinu. Niðurstöður eftir kyni sýndu að stuðningur foreldra við 14 ára aldur spáði sterkast fyrir um trú 17 ára pilta á eigin sjálfstjórnun en viðurkenning í tilviki stúlkna. Aftur á móti reynist viðurkenning foreldra við 14 ára aldur spá sterkast fyrir um trú pilta á eigin sjálfstjórnun við 22 ára aldur en enginn þriggja þátta uppeldisaðferða foreldranna spáði marktækt fyrir um trú stúlknanna á eigin sjálfstjórnun á þeim aldri. Í hnotskurn virðist uppeldisaðferðin „viðurkenning“ tengjast sterkast trú unga fólksins á eigin sjálfstjórnun yfir þessi tæpu átta ár.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26004


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerð_ErlaSifSveinsdóttir.pdf803.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlýsing.pdf163.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF