en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2601

Title: 
  • Title is in Icelandic Samdráttur í efnahagslífi Vesturlandanna: Áhrif á efnahag og velferð í Asíu
Other Titles: 
  • Other Titles is in Icelandic Economic downturn in the Western countries: Impact on economy and welfare in Asia
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ritgerð þessi fjallar um þann samdrátt í efnahagslífi Vesturlanda sem varð í kjölfar fjármálakreppunnar sem hófst árið 2008. Þeim spurningum er varpað fram hvaða afleiðingar þessi samdráttur hefur á efnahag og velferð í Asíu og hvaða merkingu þetta gæti haft fyrir alþjóðaviðskipti.
    Til þess að komast að niðurstöðum voru skoðaðar rannsóknir og skýrslur ýmissa fræðimanna auk gagna frá hinum ýmsu þróunar- og efnahagsstofnunum. Niðurstöðurnar leiddu það í ljós að afleiðingar fjármálakreppunnar munu bitna verulega á útflutningsgeiranum í Asíu sem er einn af máttarstólpum asísks efnahagskerfis. Þetta mun ýta undir ýmis félagsleg vandamál sem nú þegar eru til staðar í Asíu. Mikil hætta er á verulegri lífskjaraskerðingu, en í Asíu má hennar einmitt síst við. Í kjölfar minni eftirspurnar á Vesturlöndunum og samdráttar í útflutningi frá Asíu má búast við einhverjum breytingum á viðskiptaháttum á milli Vesturlandanna og Asíu. Þessar breytingar munu þó ekki einskorðast við þessa tvo heimshluta sökum þess hve mikið vægi þeir hafa í heimshagkerfinu og því munu áhrifin mjög líklega teygja sig um allan heiminn og hafa að öllum líkindum áhrif á alþjóðaviðskipti.

Accepted: 
  • May 12, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2601


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MAI_2_fixed.pdf1.54 MBOpenHeildartextiPDFView/Open