is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26013

Titill: 
  • Notkun spjaldtölva í kennslu nemenda með lestrarerfiðleika í 2. bekk
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort og þá hvernig spjaldtölvur geta nýst á yngsta stigi í lestrarkennslu nemenda sem eiga í erfiðleikum með að ná tökum á lestrarnáminu.
    Megin rannsóknarspurningin var: Skilar það árangri og breytist áhugi nemenda með lestrarerfiðleika við að nota spjaldtölvur við lestrarkennslu? Rannsóknin var megindleg. Tveir fjögurra barna hópar fengu sérkennslu í formi kennsluíhlutunar. Nemendur annars hópsins fengu að nota spjaldtölvur í kennslunni, en hinn ekki, að öðru leyti var kennslan sambærileg. Þátttakendur voru nemendur í 2. bekk í einum grunnskóla á landsbyggðinni. Áhrif kennslu með spjaldtölvu var metin með því að bera saman árangur nemenda í tilrauna- og samanburðarhópi og svör foreldra og barna um áhuga á náminu. Metin var bókstafa- og hljóðaþekking, lestrarfærni og stafsetning við upphaf, miðju og lok átta vikna kennslutímabilsins og niðurstöður bornar saman til að meta framfarir hópanna. Áhugi nemenda var metinn með því að leggja reglulega fyrir þá spurningar í tímum auk þess sem foreldrar svöruðu spurningalista um áhuga barns við upphaf og lok kennslu. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að flestum nemendum fór fram í lestri en lítill munur var á árangri milli hópanna. Þó má segja að framfarir hafi í flestum tilvikum verið heldur meiri í tilraunahópnum en í samanburðarhópnum þótt munurinn hafi í fæstum tilvikum reynst marktækur. Nemendur í tilraunahópi sýndu auk þess meiri áhuga á þáttum tengdum lestri að mati foreldra og endurspeglaðist það í svörum nemenda þar sem áhugi þeirra á verkefnum í spjaldtölvu var frekar mikill.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26013


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaksil-Guðrún Benónýsdóttir.pdf2.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman- yfirlysing lokaverkefni.pdf33.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF