Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26014
Skólaþróun er mikilvæg í skólastarfi. Samfélagið breytist ört, meðal annars með breyttum þjóðfélagsaðstæðum. Er það áríðandi að bæði stjórnendur og kennarar vinni saman að umbótastarfi því ábyrgðin er sameiginleg. Dæmi um umbótastarf er innleiðing á nýjum kennsluaðferðum en lestrarkennsluaðferðin PALS er gagnreynd aðferð sem byggir á áralöngum rannsóknum. Þessa aðferð innleiddi grunnskóli á landsbyggðinni. Vakti innleiðingin áhuga rannsakanda og langaði hann að heyra hver upplifun umsjónarkennaranna var á innleiðingarferlinu. Markmiðið var að fá úr því skorið frá sjónarhorni kennara hverjar kjöraðstæður til skólaþróunar væru, þannig að í framtíðinni verði hægt að útbúa kennurum góðan vettvang til þróunar í starfi. Rannsóknarspurningin var: Hver er upplifun kennara í grunnskólum af innleiðingu PALS? Eigindleg aðferðafræði var notuð til þess að svara rannsóknarspurningunni en opin viðtöl þóttu henta þessari rannsókn best. Þátttakendur voru níu talsins og voru valdir með markvissu úrtaki.
Í ljós kom að umsjónarkennarar voru óánægðir með hvernig staðið hefði verið að innleiðingunni. Þótti þeim tíminn af skornum skammti bæði til undirbúnings og einnig til kennslunnar því mörg önnur verkefni sátu á hakanum. Voru þeir sammála um að innleiða hefði átt aðferðina hjá einum árgangi í einu og byggja þannig upp þekkingu bæði hjá nemendum og kennurum. Umbótastarfsemi ætti að vera skýr að hausti svo hægt væri að gera ráð fyrir henni í kennsluskipulagi.
Samkvæmt kennurum eru kjöraðstæður til skólaþróunar fólgnar í samráði stjórnenda og kennara við ákvarðanatöku á umbótastarfi. Vilja þeir sjá skýrt skipulag að hausti og að hægt sé að leita aðstoðar hjá teymi sem heldur utan um umbótastarfið. Ef innleiða á nýjung verður hún að vera til þess fallin að bæta skólastarfið, jafnframt að gefinn sé góður tími fyrir undirbúning. Ákveða þarf hvaða verkefnum innan skólans eigi að sinna því álag í starfi má ekki vera of mikið.
School development is important within the education system. Our society is evolving and changing at an even greater pace than before. The importance of cooperation of school directors and teachers on education reforms is pivotal to its success, for the responsibility is mutual. An implementation of new teaching methods is an example of reform. PALS reading program is evidence based program with years of research behind it. The program was implemented by an elementary school in a rural coastal town in Iceland. The researcher found the implementation to be interesting and was keen to study the results of supervising teachers utilising this technique. The goal was to find out, from the supervising teacher’s perspective, what conditions were optimal in regards to school development, so that in the future teachers are provided with a good forum for school development. The research question was: What was the teacher’s experience from PALS implementation in their school? Qualitative methodology was used to answer the question but open-ended interviews proved suitable for this research. The research included nine participants, selected by purposeful sampling.
The conclusions revealed a general dissatisfaction concerning the implementation process. The general view was that not enough time was allotted for preparation nor for the implementation of the program itself, mainly due to other previously scheduled projects taking priority. There was a consensus among the teachers that the program should have been implemented in one cohort group at a time and therefore allowing the program to mature and develop so that the experience and knowledge gained from it could be used for the subsequent cohort group and adjusted accordingly.
According to the teachers the optimal condition for school development are where teachers and school directors consult together on decisions pertaining to school reforms. They would like to see a clear structure of the school’s reform schedule in the fall and to have the support of the school reform project leaders. If an innovation is to be implemented it has to improve the school it also must be taken into consideration that enough preparation time is designated for teachers. Selective cuts have to be made in order to accommodate new programs.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.pdf | 99,18 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Guðrún Lísa Einarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed..pdf | 1,1 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |