Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26019
Rannsókn þessi fólst í að kanna hvernig starfsþróun og endurgjöf
kennara og skólastjóra í grunnskólum virðist háttað hér á landi, hvernig
þessir hópar skilja valdar niðurstöður úr TALIS 2013, hverjar þeir telja
vera hindranir til starfsþróunar og hvers konar starfsþróun þeir telji að leiði til jákvæðrar skólaþróunar. Tekin voru fjögur rýnihópaviðtöl við samtals tólf þátttakendur úr ólíkum skólum víða að á landinu.
Niðurstöður benda til þess að starfsþróun kennara og stjórnenda
felist fyrst og fremst í óformlegum heimsóknum í aðra skóla, formlegu
samstarfi kennara innan hverfa/svæða, aðkeypta sérfræðinga í einstaka
skóla sem halda fyrirlestra eða styttri námskeið fyrir allan skólann í
upphafi starfstíma skóla og svo námsferðir erlendis. Þegar viðmælendur
voru spurðir hvernig þeir skilji og/eða túlki valdar niðurstöður úr TALISrannsókninni frá 2013 kom í ljós að þeir skildu þær margar með ólíkum hætti. Því er erfitt að draga skýrar ályktanir en gagnlegar vísbendingar komu um hvernig mætti laga orðalag einstakra spurninga. Helstu hindranir til starfsþróunar telja kennarar vera að hún rekist á daglegan vinnutíma og að endurmenntunartilboð séu færri en áður. Skólastjórar sögðu að erfitt geti verið að gefa frí frá vinnu vegna fjárhagslegra aðstæðna og manna stöður kennara ef þeir þurfi að vera í burtu marga daga í senn. Aðspurðir um hvers konar starfsþróun viðmælendur teldu stuðla að jákvæðri skólaþróun var endurgjöf talin mjög mikilvæg og lögðu þeir áherslu á að auka þyrfti endurgjöf í daglegu skólastarfi. Einnig þóttu leshópar og framhaldsnám mikilvægur þáttur í starfsþróun kennara og skólastjóra. Kennarar virðast sitja lítið í kennslustundum hjá vinnufélögum sínum til að geta veitt þeim endurgjöf líkt og þekkist víða erlendis, en þeir virðast óttast að rýni í störf þeirra muni snúast um að draga fram það sem ekki gengur vel.
This research examined results from the TALIS-study from 2013 and
investigated among teachers and principals of compulsory schools how
teachers and principals continuous professional development (CPD) is
organized, how these groups interpret selected results, what they
consider to be obstacles to CPD and what kind of CPD they think will
lead to a positive school development. Interviews were taken with four
focus groups with the total of twelve participants from different schools around the country.
Results suggest that teacher and principal CPD mostly involve
informal visits to other schools, formal co-operation lectures within
schools in the same district, purchasing specialist for institutional
lectures or short courses for the faculty at the beginning of the school
year and study-tours abroad. When respondents were asked how they
understand and/or interpret selected results from the TALIS-research
from 2013, it turned out that participants understand many of them in
different ways. Therefore it is difficult to draw conclusions from their
understanding but useful indicators were found of how to improve the
expression of some of the questions. Teachers believe the main
obstacles to CPD are that it clashes with daily hours of work and CPD offers are fewer than before. Principals says it is difficult to give time off from work because of financial circumstances and to find vacancy teachers if they had to be away for few days. When asked about what kind of CPD would most contribute to positive school development the interviewees specified feedback as very important and emphasised the
need for more feedback in daily work of schools. Participants also
considered reading-groups and postgraduate studies to be important
factors in the CPD of teachers and principals. Like in other countries, it does not seem to be a general practice that teachers observe other
teachers in their classrooms in order to provide them with feedback.
This seems due to fear to be criticized.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð.pdf | 766.82 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 198.42 kB | Lokaður | Yfirlýsing |