Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26021
Í fyrsta hluta ritgerðarinnar fjalla ég um helstu breytingar sem hafa átt sér stað í vistkerfi hafsins á landgrunni Íslands og víðar í Norður-Atlantshafi í kjölfar loftslagsbreytinga sem hafa átt sér stað frá iðnbyltingu. Þessi hluti er hugsaður sem aðgengilegt ítarefni fyrir kennara sem fjalla um lífríki sjávar á unglingastigi.
Loftslagsbreytingar hafa áhrif á vistkerfi sjávar allsstaðar í heiminum en ein af alvarlegum afleiðingum þeirra, súrnun sjávar, hefur sérstaklega mikil áhrif á pólsvæðunum. Súrnun sjávar getur meðal annars leitt til hruns margra mismunandi dýrategunda. Vistkerfin við strendur Íslands standa nú frammi fyrir mikilli hættu sem erfitt er að koma í veg fyrir nema með stórtækum aðgerðum. Önnur líkleg afleiðing loftslagsbreytinga er breyting á dreifingu hafstraumakerfa heimsins. Hafstraumar hafa mikil áhrif á lífsskilyrði með áhrifum á hita og seltustig sjávar og eru mikilvægir við dreifingu fæðu og ákvörðun vaxtarskilyrða og útbreiðslu lífvera.
Fiskitegundir sem eru algengastar hér við land eru líklegar til að bregðast við hlýnun sjávar með breyttri útbreiðslu, ýmist hörfa undan eða fylgja hlýjum sjó norður á bóg en einnig með stofnstærðarbreytingum. Vegna aukningar á hlýsjó við landið munu ákveðnar tegundir jafnvel hörfa úr lögsögunni, og nýjar tegundir koma inn. Loðna hefur t.d. í miklum mæli fært sig úr lögsögunni til norðvesturs, meðan makríll hefur orðið mjög algengur.
Seinni hluti ritgerðarinnar er kennslufræðilegur. Þar fjalla ég meðal annars um náttúrugreinakennslu í grunnskólum sem og mikilvægi þess að þekking kennara og annarra sem koma að menntun barna og unglinga á efninu sé góð. Þekking er grundvöllur þess að kenna nemendum um efnið á árangursríkan hátt. Einnig eru þar að finna kennsluverkefni sem henta fyrir nemendur í náttúrugreinum á unglingastigi sem tilvalið er að nota þegar umfjöllun um áhrif loftslagsbreytinga hefur farið fram. Gerð er grein fyrir kennsluaðferðum sem henta og tengingum við námskrá. Markmið með þessum verkefnum er annars vegar að ýta undir skilning nemenda og gera þeim grein fyrir alvarleika loftslagsbreytinga og áhrifum þeirra og hins vegar að gera nemendur meðvitaða um mikilvægi þess að leggja sitt að mörkum í baráttunni að sjálfbærari heimi.
In the first part of the thesis I discuss the major changes that have taken place in the marine ecosystems around Iceland and in the North Atlantic as a result of climate change that have occurred since the industrial revolution. This section is intended as a complimentary text or further reading for teachers.
Marine ecosystems all around the world are affected by climate change. One of the serious consequence, ocean acidification, is particularly intense in the polar regions. Ocean acidification can lead to the collapse of many diverse animal species. The ecosystems around Iceland are currently facing a high risk that is difficult to avoid. Another probable consequence of climate change include changes in the circulation of ocean currents around the world. Ocean currents have a major impact on the living conditions because of the effects they have on the temperature and salinity of the ocean. They are also important with respect to food availability and thus conditions for growth and as a consequence spatial distribution.
Fish species around Iceland are likely to respond to ocean warming due to climate change with changes in distribution. Due to the increase of ocean warming, certain types of fish species will dissapear from the Icelandic jurisdiction and head north. This applies, for example for capelin who has shifted out of the Icelandic jurisdiction and to the north.
The second part of the thesis is pedagogical. There I discuss what to emphasize and methods in teaching natural science in schools and the importance of good content knowledge of teachers and others involved in the education of children. Content knowledge is the basis to teach students about the subject effectively. In the second part there are also educational projects suitable for students of natural sciences, aged 12-16, that are ideal to use when discussing the impact of climate change that has taken place. The objective of these projects is first to increase students understanding of the subject and make them aware of the seriousness of climate change and their effects and secondly to make them aware of the importance of making a personal contribution to reverse this alarming trend.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Breytingar á hafi og vistkerfum þess við strendur Íslands.pdf | 1.09 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 32.6 kB | Lokaður | Yfirlýsing |