is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26022

Titill: 
 • „Alltaf að vera sitjandi og hlustandi og fara varlega“ : reynsla barna af lýðræðislegri þátttöku þeirra í samverustundum leikskóla
 • Titill er á ensku „We are supposed to sit down and listen and be careful“ : children´s experience of their participation in preschool´s group time
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á reynslu elstu barna í einum leikskóla af lýðræðislegri þátttöku þeirra í samverustundum fyrir hádegismat. Skoðað var hvað börnin töldu tilgang samverustunda vera, hvernig þau sögðust taka þátt í þeim og hvernig þau töldu ákjósanlegar samverustundir vera. Fræðilegar forsendur tengjast rannsóknum um þátttöku barna, þar sem hlustað er á raddir þeirra og sjónarmið. Rýnt var í Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Aðalnámskrá Leikskóla 2011 og hugmyndir fræðimanna um lýðræði og þátttöku barna í ljósi síðtímahugmynda um nám og börn. En samkvæmt þessum sjónarmiðum er litið svo á að börn séu fær um og eigi rétt á að vera virkir þátttakendur í lýðræðis samfélagi.
  Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn þar sem gagna var aflað með viðtölum við fimm ára gömul börn. Einnig voru teikningar barnanna skoðaðar ásamt dagbók rannsakanda. Jafnframt var rýnt í fyrirliggjandi gögn í leikskólanum. Í viðtölunum lýstu börn reynslu sinni af þátttöku í samverustundum í leikskólanum auk þess ræddu þau eigin upplifanir, skoðanir og lífsreynslu almennt.
  Rannsóknarniðurstöður benda til þess að börnin telji lýðræðislegra þátttöku í samverustundum fremur litla. Fram kom að börnin vilja hafa meiri áhrif og auka þátttöku sína, einnig höfðu þau ófáar hugmyndir um hvernig breyta mætti fyrirkomulagi samverustunda meðal annars með því að skipta hópnum og að færa tíma samverustunda þar til eftir hádegismat svo börnin væru síður svöng, þreytt og óstýrlát. Samkvæmt viðtölum við börnin virðast kennarar láta dagskipulag og fyrirfram ákveðið form stjórna samverustundum sem börnin segja sjaldan vera brotnar upp með fjölbreyttu fyrirkomulagi.
  Þessi ritgerð gefur innsýn í þann margslungna reynsluheim sem börn upplifa í samverustundum og getur nýst kennurum til að endurskoða skipulag og framkvæmd samverustunda, með það að markmiði að hlusta eftir röddum og sjónarmiðum barna.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study was to examine children’s experiences in one preschool of their democratic participation in group time (ísl. samverustund) while the whole class gathers before lunch. Children were asked about their view on group time, how they participated, and how they perceived the ideal group time. The literature presented discussed research about children’s participation in context how children’s perspectives are valued and their voices are heard. The literature focused on the Convention on the Rights of the Child, the Icelandic National Curriculum for Preschools, and postmodern perspective on children and their learning. The literature presents children as competent individuals with abilities and the right to be an active participant in a democratic society.
  The data in this qualitative case study is based on interviews with five year old children, their drawings, and the researchers journal. Additionally, available documents in the preschool were examined. The children described their experiences of their participation in group time, including their views on day-to-day activities at the preschool.
  The findings suggest that the children thought their democratic participation in group time was minimal. The children wanted to influence and participate more in group time. They had creative ideas to make group time more enjoyable and meaningful for themselves. Ideas like dividing up the groups or move group time until after lunch break, so they wouldn’t feel as hungry, tired, and fussy. According to the children the teachers focus too much on daily plans and pre-planned activities in group time, where children described the lack of diverse activities in group time.
  This study provides insight into children’s complex experiences in group time and could be useful for teachers to revise the structure of group time, with the aim to listen to children’s views and perspectives.

Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26022


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga_Yfirlýsing.jpeg1.96 MBLokaðurYfirlýsingJPG
M.Ed.15.nóv.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna