is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26023

Titill: 
 • „Oft erfitt að ríma við dæmigert skólastarf“ : starfsbraut-sérnám innan Tækniskólans
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarverkefnisins var að fá innsýn í tilurð og skipulag á námsframboðinu Starfsbraut-sérnám sem er námsframboð fyrir nemendur sem ekki eiga þess kost á að stunda nám á starfsbrautum framhaldsskólanna. Sérnámið er einstaklingsmiðað námsúrræði ætlað nemendum sem hafa verið skilgreindir með verulegan hegðunar- og námsvanda og þarf greining um verulega einhverfu að fylgja umsókn. Skipulag sérnámsins var skoðað og sjónum beint að upplifun stefnumótunar- og fagaðila af því starfi sem þar fer fram og út frá niðurstöðum voru settar fram tillögur að úrbótum.
  Ritgerðin byggir á niðurstöðum eigindlegrar viðtalsrannsóknar og kenningum Goffman um frávik og stimplun og skrifum Foucault um þekkingu og völd. Félagsleg sjónarhorn hafa haft mótandi áhrif á stefnumörkun í menntamálum sú sýn mótar einnig rannsóknina. Gagnaöflun fór fram á árunum 2015 og 2016 og þátttakendur í rannsókninni voru sex talsins; fjórir fagaðilar sem vinna í sérnáminu, fagstjóri sérdeilda Tækniskólans og sérfræðingur mennta- og menningarmála¬ráðuneytisins. Gagna var einnig aflað með laga- og skjalagreiningu.
  Niðurstöður gefa til kynna að viðmælendur telji nemendum sérnámsins betur borgið í aðgreindu menntaúrræði, þar sem þeir eru þó jaðarsettir, stimplaðir og teknir úr hinu almenna námsumhverfi. Slíkar aðstæður ýta undir aðgreiningu fagfólksins sem upplifir skort á faglegum stuðningi, aðhaldi og hvatningu sem veldur faglegri einsemd og hættu á kulnun. Fagfólkið líður fyrir það að geta illa unnið eftir hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar. Fagfólkið kallar eftir sameiginlegri stefnu og lýsir þeirri skoðun sinni að einhver úr þeirra röðum ætti að vera í forsvari fyrir sérnámið þannig að samábyrgð og samvinna verði sem best úr garði gerð. Stjórnendur segjast gera sér grein fyrir einangrun fagfólksins en telja það hafa mikinn þekkingar- og reynsluauð sem byggst hefur upp í starfi þeirra. Þeir hafa einnig nokkuð skýrar væntingar til áframhaldandi þróunar sérnámsins.
  Það er ósk höfundar að niðurstöður rannsóknarinnar verði til þess að auka gæði og fagmennsku sérnámsins, að þær gagnist bæði þeim sem taka við nemendum þess og þær hafi áhrif á stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26023


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.ed.HelgaÞóreyJúlíudóttir..pdf1.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
HJU_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_undirritað.pdf227.43 kBLokaðurYfirlýsingPDF