en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26024

Title: 
 • Title is in Icelandic Skipulag og nýting námsumhverfis á yngsta stigi
Submitted: 
 • June 2016
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Gæði námsumhverfis líkt og annað umhverfi geta haft áhrif á þá sem þar starfa. Námsumhverfið þarf að þjóna skólastarfinu og lyfta huga þeirra sem þar dvelja við nám og starf. Eins og fram kemur í umræðum um grunn að þessari rannsókn hafa margir bent á að gott námsumhverfi þarf helst að vera hvetjandi, róandi, líflegt, örvandi og fær nemendur til að finna til öryggis. Kennarar þurfa að huga að mörgum þáttum við skipulagningu á námsumhverfi fyrir nemendur og jafnframt að leggja áherslu á að þeir taki þátt í mótun þess
  Rannsókn þessi miðar að því að varpa ljósi á hvernig umsjónarkennarar á yngsta stigi starfa, annars vegar í venjulegri kennslustofu sem kalla má hefðbundið kennslurými og hins vegar í opnu kennslurými þar sem vítt er til veggja og nemendur og kennarar geta starfað í stærri hópum. Markmiðið er að kanna skipulag innan skólastofunnar, námsumhverfið, kennsluhætti og meta hvað það er sem styður best við einstaklingsmiðað nám. Með rannsókninni er leitast við að ná fram viðhorfi kennara til námsumhverfisins og kanna hverju þeir vilja breyta í námsumhverfinu ef þeir fengju til þess svigrúm, til dæmis með auknum fjármunum eða annarri gerð af kennslurými.
  Rannsóknin er eigindleg. Vettvangsathugun fór fram í tveimur skólum og tekin voru viðtöl við sex umsjónarkennara, þrjá í hvorum skóla. Auk þess voru greind sex viðtöl sem fengin voru úr rannsókninni Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar. Sérstaklega var horft til þess hvað kennarar sögðu um umhverfið í skólastofunni. Niðurstöður leiddu í ljós að viðmælendur voru almennt jákvæðir gagnvart námsumhverfi nemenda sinna og töldu sig geta nýtt sín kennslurými við fjölbreytta kennsluhætti. Til að koma til móts við þarfir allra nemenda gerðu viðmælendur ráð fyrir að ólík verkefni væru í gangi hverju sinni og að útbúa mætti námsefni eftir þörfum.
  Viðmælendur sem kenndu í hefðbundnu rými töldu kennslurýmið of lítið. Þeir vildu aukinn sveigjanleika og eiga þess kost að skipta skólastofunni niður eftir verkefnum á sveigjanlegan hátt. Viðmælendur í opna kennslurýminu lýstu ánægju sinni með stærð kennslurýmisins en töldu vanta veggpláss. Viðmælendur í báðum kennslurýmunum töldu þá kennsluhætti sem þeir vinna eftir styðji við einstaklingsmiðað nám. Sú spurning vaknaði hvort opið kennslurými bjóði upp á fjölbreyttara vinnusvæði og betri nýtingu á skólastofunni.

 • The quality of the study environment can have an impact on those working in that environment. The study environment has to serve the school activities and lift the spirits of all those engaged in those activities. Good study environment is inspiring, soothing, stimulating and has students feeling safe. Teachers need to consider many factors when organising their students study environment as well as emphasize that they take part in developing the study environment.
  This study aims to highlight how teachers at junior levels work, both when it comes to ordinary classroom that can be called traditional study environment but also in open study environments which is wide to the walls and students and teachers can operate in larger groups. The goal is to see how the classroom, the study environment and teaching methods is organised and assess what it is that best supports individual learning. Another goal is to get the teachers perspective to the learning environment and to explore what they would change in the study environment when given the chance, for example with increased budget or another type of study environment.
  This research is qualitative. Using field observation from two schools and interviews with six teachers, three in each school. As well as analysing six interviews from the study Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21.aldar. It was specifically noted what teachers said about the environment in the classroom. Results showed that those interviewed were generally positive towards their study environment of students, believed that they could use their environment for a wide range of teaching methods. To cater to the needs of all students the interviewers assumed that different tasks are to be used each time and new study material prepared if necessary.
  The interviewers who taught in a traditional study environment thought that the teaching space was too small. They wanted more flexibility and to divide the classroom down elastically between projects. Interviewers in the open study environment expressed their enjoyment with the size of the study environment but mentioned the lack of wall space. Interviewers from both groups believe the teaching methods they use support individual learning. The questions is whether open study environment offers a more diverse work environment and a better use of the classroom.

Accepted: 
 • Sep 9, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26024


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni_HelgaSjöfn.pdf36.01 kBLockedYfirlýsingPDF
HelgaSjöfnPétursdóttir_Mastersritgerð.pdf1.05 MBOpenHeildartextiPDFView/Open