is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2603

Titill: 
  • Áhrif aðildar að Evrópusambandinu á íslenska mjólkurframleiðslu
Titill: 
  • Effects of EU Membership on the Icelandic Dairy Sector
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er svara leitað um hver áhrif aðildar Íslands að Evrópusambandinu myndu verða á íslenskan landbúnað. Áhrif á mjólkurframleiðslu eru sértaklega skoðuð og er litið á viðfangsefnið frá sjónarhóli bænda. Fyrrihluti ritgerðarinnar fjallar um landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins og hvernig þróunin varð í landbúnaðarmálum eftir að Finnland varð eitt af aðildarríkjum sambandsins. Í síðari hlutanum er ljósi varpað á landbúnaðarstefnu Íslands og þá sérstaklega á þann hluta sem varðar mjólkurframleiðslu. Þar á eftir er leitast við að meta möguleg áhrif aðildar að Evrópusambandinu. Þar sem landbúnaður á Íslandi og í Finnlandi búa við svipuð búskaparskilyrði er litið sérstaklega til reynslu Finna.
    Ef Íslendingar gengju í Evrópusambandið myndi tollvernd á mjólkurafurðum falla niður, líkt og á öðrum landbúnaðarvörum. Það er sá þáttur sem myndi hafa hvað mest áhrif á landbúnaðinn. Mjólkurbúskapur myndi þó dafna mokkuð vel undir landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins miðað við aðrar búgreinar, þar sem innflutningur myndi ekki aukast eins mikið og á öðrum búvörum vegna takmarkaðs geymsluþols. Afurðaverð til bænda mun að öllum líkindum lækka nokkuð en það fer að miklu leyti eftir hve mikil aukning verður í innflutningi. Styrkir til landbúnaðarmála myndu verða að miklu leyti aftengdir framleiðslu sem myndi hafa jákvæð áhrif á sveigjanleika í landbúnaðarframleiðslu. Umfang beinna styrkja myndi jafnvel aukast frá því sem nú er en á móti kemur að markaðsstuðningur myndi hverfa með tollverndinni. Íslensk stjórnvöld myndu líklega fá talsverðar undanþágur til að styrkja landbúnaðinn umfram það sem gerist og gengur innan Evrópusambandsins. Ef raunin yrði önnur myndi íslenskur landbúnaður sennilega ekki pluma sér vel í samkeppni við innri markað Evrópusambandsins. Þegar uppi er staðið eru hagsmunum bænda líklega betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.

Samþykkt: 
  • 12.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2603


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_RITGERD_fixed.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna