is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26030

Titill: 
 • Sjálfbærnimenntun í leikskóla : prófun kennsluleiðbeininga og verkefna fyrir 4–5 ára börn
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessa meistaraverkefnis var að prófa tilraunaútgáfu af verkefnum er snúa að sjálfbærnimenntun fjögurra til fimm ára leikskólabarna ásamt leiðbeiningum fyrir kennara.
  Mótuð voru fjögur tilraunaverkefni sem voru prófuð í tveimur leikskólum af samtals fjórum kennurum. Verkefnin byggja á sögu um veruna Magga Moltu (sem er tuskudýr), en í hverju verkefni er stutt ævintýri um hann kveikjan að viðfangsefnum sem börnin takast svo á við. Tekin voru viðtöl við kennarana að prófun lokinni og þeir spurðir hvernig verkefnin reyndust. Sjónum var beint að upplifun kennara af verkefnum, framsetningu leiðbeininganna, verunni Magga Moltu og hvort þeir telji að ávinningur sé af notkun svona verkefna umfram það sem gert er í skólastarfinu í dag. Þá voru viðmælendur spurðir út í skilning sinn á hugtakinu sjálfbærni.
  Niðurstöður leiddu í ljós að kennurum fannst skemmtilegt að nota verkefnin með börnunum. Leiðbeiningar þóttu einfaldar og skýrar en þeim fannst sérstaklega gott að tilgreindar voru vefsíður og bækur til að nota við undirbúning og til sýna börnunum. Kennurum þótti mikilvægt að hafa eitthvað í höndunum sem gerði Magga Moltu raunverulegri en ef þeir til dæmis hefðu hann aðeins sem mynd á pappír. Þá þóttu verkefni gagnleg því í þeim felst áhersla á umhverfisvernd sem ekki er unnið skipulega að í skólunum. Aðspurðir um skilning sinn á hugtakinu sjálfbærni kom fram að hann virðist fyrst og fremst snúa að flokkun sorps og verndun umhverfisins en minna að öðrum þáttum sjálfbærni eins og hún er skilgreind í íslenskri aðalnámskrá og af Sameinuðu þjóðunum.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this research was to test a prototype of educational material concerning sustainability education for children aged four and five years old including instructions for teachers.
  Four prototypes of short projects where made, which four teachers tried out in two preschools. The educational material is based on a story about a made up sea-creature named Maggi Molta (a soft toy). Each project includes a short tale about Maggi Molta. The teachers where interviewed after having tried out the material and asked about their experience, the representation of the instructions and their thoughts about Maggi Molta himself. The teachers where asked as well if they believed if a material like this would benefit the curriculum and about their understanding of the concept sustainability education.
  The results show that the teachers enjoyed using the material. The instructions were found to be simple and clear, but especially where links to websites thought to be helpful for preparation and as an extra material. It was thought to be important to have the soft toy, Maggi Molta, at hand when working with the children rather than just using a picture of it. The teachers thought that this material was beneficial for the curriculum because of the focus on environmental issues, which seems lacking in these schools.
  When asked about education for sustainability, their understanding was that it was mainly about recycling and protection of environment, but less at other aspects of sustainability as defined in the Icelandic national curriculum and by United Nations.

Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26030


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjálfbærnimenntun í leikskóla.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf30.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF