is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26031

Titill: 
 • Skólahreysti : áhrif sjónvarpsefnis á skólabrag, hreyfingu og viðhorf grunnskólanema
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sjónvarpsefnið Skólahreysti hefur verið árlega á dagskrá RÚV síðastliðin 11 ár og verið afar vinsælt meðal unglinga og allra sem unna hreyfingu og íþróttum. Markmiðið með rannsókninni var að kanna hvort sjónvarpsefnið Skólahreysti hefði áhrif á hreyfingu grunnskólanemenda og hvert viðhorf þeirra væri til Skólahreysti og almennrar hreyfingar. Önnur markmið voru að skoða hvaða áhrif umsjónarkennarar- og íþróttakennarar unglinganna telja sjónvarpsefnið Skólahreysti hafa á nemendur og hvaða álit þeir hafi sjálfir á því.
  Rannsóknin var unnin haustið 2015. Valdir voru með hentugleikaúrtaki þrír grunnskólar á Íslandi, einn á Suðurnesjum, einn í Kópavogi og einn í Reykjavík. Í ritgerðinni verða nöfn grunnskólanna ekki gefin upp heldur verður notast við dulnefnin Suðurnesjaskóli, Kópavogsskóli og Reykja-víkurskóli. Nemendur grunnskólanna í 8.-10. bekk (n=240) fengu spurninga¬lista til að svara en kennarar nemendanna (n=12 ) komu í viðtal til rannsakanda. Suðurnesjaskóli er einn af þeim skólum landins sem hefur unnið oftast til verðlauna. Kópavogsskóli er einn af þeim skólum sem hefur komist oftast í úrslit og loks er Reykjavíkurskóli sem er einn þeirra skóla sem hefur aldrei komist í úrslit í Skólahreysti.
  Í rannsókninni voru könnuð viðhorf nemenda til sjónvarpsefnisins Skólahreysti og til hreyfingar. Helstu niðurstöður voru að um 40,0% nemenda myndu vilja taka þátt í Skólahreysti fyrir hönd skóla síns. Í Suðurnesjaskóla myndu 48,4% nemenda vilja taka þátt í Skólahreysti. Um 43,8% nemenda í Kópavogsskóla gætu hugsað sér að taka þátt í keppninni en í Reykjavíkurskóla hafa 33,3% nemenda áhuga á að taka þátt í Skólahreysti fyrir hönd skóla síns. Árangur í keppninni virðist því greinilega skipta máli.
  Um 65,7% þátttakenda í heild hafa gaman af Skólahreysti og fylgjast með keppninni. Meiri en helmingur þátttakenda eða 55,1% telur að Skólahreysti auki ekki áhuga sinn á íþróttum eða hreyfingu almennt. Þátttakendur sem stunda skipulagða hreyfingu með íþróttafélagi eru samtals 140 eða 58% þeirra sem spurðir voru.
  Niðurstöður úr viðtölunum við umsjónar- og íþróttakennara eru misjöfn eftir skólum. Suðurnesjaskóli hefur mun meira skipulag þegar kemur að undirbúningi fyrir skólahreystikeppnina en hinir tveir skólarnir. Kennarar í Reykjavíkurskóla hafa að jafnaði litla þekkingu á Skólahreysti og lítinn áhuga miðað við kennara í Suðurnesjaskóla og Kópavogsskóla. Kennarar eru sammála um að Skólahreysti hafi marga kosti en einnig ýmsa galla. Alltaf sé hægt að finna ókosti við liðakeppni og helsti ókosturinn sé að ekki geti allir tekið þátt. Þeir sem skari fram úr í íþróttum hafi yfirleitt vinninginn í að taka þátt fyrir hönd skólanna. Allir kennararnir voru því sammála að sjónvarpsefnið Skólahreysti sé góður vettvangur fyrir nemendur til að tileinka sér holla hreyfingu og heilsusamlegri lífsstíl.

Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26031


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skólahreysti - lokaverkefni.pdf1.14 MBLokaður til...13.02.2030HeildartextiPDF
Jenny_yfirlýsing.pdf208.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF