is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26033

Titill: 
 • Hentar seinfærum nemendum í stærðfræði að vinna verkefni í hlutverki stærðfræðinga?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hvernig veit maður hvers konar námsefni er þörf á í stærðfræðinámi? Markmið þessarar rannsóknar er að upplýsa um hvers konar námsefni framhaldsskólakennarar telja þörf fyrir í stærðfræði, sér í lagi fyrir upprifjunaráfanga (núlláfanga), og viðhorf þeirra til svokallaðra vitsmunalega krefjandi viðfangsefna. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða forsendur fyrir svipaðri námsefnisþróun á framhaldsskólastigi og hefur verið meðal annars með tilkomu Átta-tíu bókanna fyrir unglingastig grunnskóla.
  Samið var stærðfræðinámsefni þar sem úrlausn viðfangsefnanna krefst mikillar hugsunar af nemendum, skilnings á jafnaðarmerkinu og þeirra eigin alhæfinga um hugtökin andhverfur og hlutleysur í bæði samlagningu og margföldun út frá niðurstöðum reikninga á einföldum dæmum. Verkefnin voru lögð fyrir nemendur í upprifjunaráföngum í kennslustundum í nóvember 2015. Fylgst var með kennslustundunum og viðtöl tekin við kennarana bæði fyrir og eftir kennsluna. Í úrtaki voru fimm kennarar í þremur framhaldsskólum.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að allir kennararnir töldu nemendur í upprifjunaráföngum hafa forsendur til að geta lært með að takast á við vitsmunalega krefjandi verkefni. Margir nefndu mikilvægi fjölbreytni í viðfangsefnum. Ósk um sameiginlegan ritstýrðan vef þar sem kennarar deila verkefnum sín á milli var áberandi. Aðeins einum kennara fannst vitsmunalega krefjandi námsefni ekki henta seinfærum nemendum. Þátttakendur töldu hindranirnar fyrir seinfæra nemendur til að ná árangri í stærðfræði og vinna slík verkefni vera ótta við að segja rangt svar, erfiðleika við að orða eigin tilgátur og alhæfingar sem og skort á hugrekki, sjálfstrausti og sjálfsaga til að glíma við stærðfræðileg viðfangsefni.
  Til er ýmislegt efni sem kennarar hafa samið sjálfir en ekki skilvirkar leiðir fyrir þá til að deila því með öðrum kennurum og hanna þannig eigin áfanga á handhægan hátt. Niðurstöðurnar hér styðja enn fremur við niðurstöður úttektar á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum um að þörf er á nýju og sveigjanlegu námsefni. Tilkoma skólabóka var á sínum tíma talin bylting frá þulunámi. Veldur veraldarvefurinn nýrri þróun?

 • Útdráttur er á ensku

  How does one know what kind of new learning materials are needed in mathematics? The goal of this research is to inform about upper secondary school teachers‘ needs for new learning materials in mathematics, specifically for remedial courses, and their views toward so called cognitively demanding tasks. The purpose of the research is to explore the grounds for a similar development in learning materials at the upper secondary level as have been introduced at the lower secondary level, for example with the coming of the Átta-tíu book series.
  Mathematical tasks were created where the solution process demands higher order thinking from students, an understanding of the equality sign and students‘ own generalizations about inverses and identities in both addition and multiplication from results of simple calculations. Students in remedial courses worked on the tasks in lessons in November 2015. The lessons were observed and the teachers were interviewed both before and after the lessons. The sample included five teachers in three upper secondary schools.
  The key findings were that all the teachers considered students in remedial courses to have the necessary skills to be able to learn from working on cognitively demanding tasks. Many mentioned the importance of task diversity. A demand was apparent for a collaborative moderated platform on the web where teachers can share materials with each other. Only one teacher thought cognitively demanding tasks were unsuitable for low-achieving students. The participants considered the obstacles for low-achieving students to succeed in mathematics and work on such tasks to be a fear of stating the wrong answer, a difficulty with putting forth hypotheses and generalizations in their own words as well as a lack of courage, confidence and self-discipline to work on mathematical tasks.
  Various materials that teachers have created themselves exist but practical ways to share them with other teachers, and thus design their own courses in a convenient way, are lacking. These findings further support the results of a report on mathematics teaching in upper secondary schools in Iceland that there is a need for new and flexible learning materials. The invention of school books was at the time considered a revolution from drill learning. Will the world wide web cause a new development?

Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd - Jóhann Örn [COMPLETE].pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
jos34 2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf202.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF