is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26035

Titill: 
 • Hæfniviðmið í textílmennt : þekking nemenda í 10. bekk grunnskóla á textíl- og neytendafræði í tengslum við sjálfbærni
 • Titill er á ensku Levels of knowlegde in textile studies : 10th grade student´s knowledge of textile and consumer study with regards to self sufficieny
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ágrip
  Markmiðið með rannsókninni er að athuga hvort nemendur í 10. bekk grunnskóla hafi öðlast þá þekkingu í textílfræði sem getið er um í hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Gengið er út frá fimm hæfni-viðmiðum sem snúa að menningu og umhverfi. Rannsóknin byggir á megindlegri aðferð þar sem spurningakönnun var lögð fyrir nemendur í fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu.
  Könnuð var þekking nemenda á eiginleikum náttúru og gerviefna, íslensku hráefni, táknum og merkingum vefjarefna, textíliðnaði og starfsgreinum tengdum fatagerð og textílhönnun auk vinnslu textílefna við mismunandi aðstæður í samhengi við sjálfbærni og umhverfisvernd. Leitast var við að skoða hvort munur sé á þekkingu nemenda eftir kyni annars vegar og hins vegar hvort nemendur hafi verið í textílvali auk þess sem skoðaður var munur á milli skóla. Kom í ljós að munur á milli kynja varðandi hlutfall réttra svara var nokkur í ákveðnum spurningum og einnig eftir því hvort nemendur höfðu verið í textílvali eða ekki. Ekki var mikill munur á milli skóla þegar á heildina er litið en greinilegur munur var á milli skóla varðandi einstaka spurningar.
  Niðurstöður benda til að nemendur í 10. bekk hafi almennt nokkra þekkingu á þeim þáttum sem rannsóknin snýr að og uppfylla að hluta til hæfniviðmið Aðalnámskrár. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að bæta þarf kennsluhætti hvað varðar textílmennt og menntun til sjálfbærni. Þær gefa einnig til kynna að textílkennsla er nauðsynleg á elsta stigi grunnskóla til að tryggja að hæfniviðmið Aðalnámskrár séu uppfyllt.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Levels of knowlegde in textile studies
  10th grade student´s knowledge of textile and consumer study with regards to self sufficieny
  The purpose of the study is to find if students in the 10th grade of high school have gained the level of knowledge in textiles that is specified in the learning outcomes setion of the centralized curriculum for high schools. Proposed are five level outcomes involving culture and enviroment. The study utilises the quantatitive research method in the form of a questionaire was submitted to students in five high schools in the capitol region.
  The students knowledge of the following subjects was tested, the propertys of natural and synthetic materials, icelandic raw materials, symbols and markings of textiles, The textile industry and professions linked to clothing and textile design plus textile making under different circumstances in the context of self sufficiency and ecological protection. Pursued was to find if there was any difference of student knowledge based on sex on the one hand and if the student had taken textiles as a choice on the other, also checked on was the difference between schools. It came to light that there was a difference in the number of correct answers between the sexes in some questions and also if the students had taken textiles as a choice or not. There was not a marked difference between schools on the whole but there was a clear difference between schools on specific questions.
  The results indicate that students in the 10th grade generally have some knowledge of the factors considered in the study and partially fulfill the learning outcomes set fort in the centralized curriculum.
  The results of the study indicate that teaching methods need improvement regarding textiles and educating for self sufficiency. They also indicate that textile classes are necessary for the oldest stage of high school to ensure that the levels of knowledge specified in the centralized curriculum are acchived.

Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26035


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð megindleg rannsókn.pdf835.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kristín_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_30.05.16.pdf34.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF