is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26036

Titill: 
  • „Þetta fékk mig til að trúa á ást við fyrstu sýn“ : tveir menningarheimar mætast í heimi leiklistarinnar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa meistaraverkefnis er að samþætta leiklist og dönsku, hvetja kennara til þess að leita út fyrir kennslustofuna í leit að kennsluaðferðum og að sýna möguleika á samstarfi við aðrar þjóðir. Lögð er fram útfærsla um vinabekkjaferli á milli þjóða þar sem byggt er á hugmyndafræði tandemnáms. Nemendur frá Danmörku og Íslandi, í þessu tilviki, vinna saman að því að semja og setja upp leikrit sem endurspeglar menningarheima beggja þjóða. Námsferlið er hugsað fyrir nemendur í unglingadeild sem hafa fengið nokkurra ára nám í dönsku og því er lögð áhersla á að þeir spreyti sig í samskiptum við dönsku nemendurna. Markmið námsferlisins er að efla menningarlæsi nemenda með aðstoð samvinnunáms og samþættingar tungumálanáms og leiklistar. Verkefnið felur í sér markmiðasetningu, hvernig megi fjármagna námsferli sem þetta, lýsingar á verkferli og kennsluaðferðum til að nýta við hugmyndavinnu og uppsetningu leiksýningarinnar ásamt hugmyndum að námsmatsaðferðum. Auk þess koma fram sjónarmið íslenskra kennara með reynslu af vinabekkjaferlum.
    Með námsferlinu fylgir greinargerð, þar sem finna má fræðilega umfjöllun um alþjóðavæðingu, mikilvægi menningarlæsis, nokkrar hliðar samvinnunáms, þar á meðal tandemnáms, kosti samþættingar, áhugahvöt og styrkleika leiklistar í skólastarfi. Að lokum er fræðileg umfjöllun um kennsluaðferðina frá hugmynd til sýningar sem er í brennidepli í námsferlinu.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26036


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf175.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Kristín_Ýr_Lyngdal_M.Ed._Lokaskil_Greinargerð.pdf706.63 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Kristín_Ýr_Lyngdal_M.Ed._Lokaskil_Námsferli.pdf918.61 kBOpinnNámsefniPDFSkoða/Opna