is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26037

Titill: 
  • Samanburður á agastefnum : tengsl við skólamenningu.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Agakerfi á borð við „Positive behavior support (PBS)“ og Uppeldi til ábyrgðar hafa verið notuð víða í grunnskólum á Íslandi í um áratug. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur þeirra við agastjórnun. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort munur kæmi fram á þáttum sem metnir eru í Skólapúlsinum í þeim skólum sem höfðu heildstætt agakerfi og þeim sem höfðu eigin agastefnu. Í þessari rannsókn voru skoðuð viðhorf 11.432 nemenda í 6.-10. bekk í 66 skólum. Efnisþættirnir voru vellíðan, einelti, samsömun við nemendahópinn, samband nemenda við kennara, agi í tímum og virk þátttaka í tímum. Vegna umfangs gagnanna kom ekki á óvart að marktækur munur var á milli skóla eftir agastefnum í nokkrum efnisþáttum. Stærð áhrifanna var eigi að síður ekki mikil og ekki kom fram mikill munur eftir agastefnum í fimm af sex efnisþáttum. Athyglisvert er að lítill munur fannst á aga í tímum eftir agastefnum. Gögnin gáfu þó ekki næga ástæðu til að álykta að kerfin beri ekki árangur. Í ritgerðinni er leitast við að útskýra hvers vegna meiri munur kom ekki fram á milli agakerfa. Fyrst má nefna að hér er aðeins um eina mælingu að ræða, skólunum var ekki fylgt eftir til að fylgjast með breytingum við tilkomu kerfanna. Því má vera að sumir skólanna hafi einmitt tekið upp heildstætt agakerfi til að bæta ofangreinda þætti og náð þeim árangri að komast upp í meðaltal annarra skóla. Þá getur verið að skólar sem ekki höfðu heildstætt agakerfi hafi unnið það öflugt starf að þeir hafi verið með jafn góðan árangur og þeir sem styðjast við heildstætt agakerfi. Á hinn bóginn getur einnig verið að þeir skólar sem sögðust vinna eftir tilteknu agakerfi hafi ekki gert það nema að takmörkuðu leyti en annað hvort ekki áttað sig á því eða ekki látið það í ljós þegar agakerfin voru kortlögð í upphafi rannsóknarinnar. Fleiri þættir eru teknir til skoðunar í umræðukafla.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26037


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samanburður á agakerfum Lokaskil.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf33.39 kBLokaðurYfirlýsingPDF