Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26039
Fjórir þættir ráða miklu um kennsluhætti í skólum: Aðalnámskrá, samræmd próf, námsefni og menntun kennara. Rannsóknir á íslensku skólakerfi benda til að kennsla í grunnskóla stýrist mjög af kennslubókum. Kennarar fylgja námsbókunum nokkuð nákvæmlega og styðjast við verkefnin í bókunum. Því skiptir miklu máli hvaða viðfangsefni námsefnið leggur kennurum í hendur.
Markmið verkefnisins var að greina hvernig lestrarkennsluefnið Sögusteinn, Óskasteinn og Völusteinn fyrir 3.–5. bekk leggur kennurum í hendur verkefni til eflingar lesskilnings. Til viðmiðunar í greiningunni var notast við ráðleggingar NRP (2000). Fjallað er um þá þrjá þætti sem NRP telja að þurfi að vera í lesskilningskennslu. Þeir eru, skipulögð lesskilnings-kennsla, orðaforðakennsla og undirbúningur og þjálfun kennara fyrir slíka kennslu.
Rannsóknarspurning verkefnisins er „Hvernig er námsefnið Sögusteinn, Óskasteinn og Völusteinn byggt upp til þess að efla lesskilning nemenda?“ Rannsóknin er tilviksrannsókn og var innihalds og orðræðugreining notuð til þess að greina námsefnið.
Helstu niðurstöður sýna að námsefnið bíður upp á áhrifamikla möguleika til að efla lesskilning. Helsti kostur þess er sá að það myndar ákveðna samfellu í lesskilningskennslu milli tveggja skólastiga. Að auki inniheldur námsefnið mjög fjölbreytt textaform sem nemendur lesa og vinna með. Helsti ókostur námsefnisins eru þær takmörkuðu upplýsingar og leið¬beiningar sem fylgja til kennara. Þessi annmarki getur orðið til þess að möguleikar námsefnisins til lesskilningskennslu séu ekki nýttir sem skyldi og með því takmarkist lesskilningskennslan. Orðaforðakennsla sem hefur það að mark¬miði að efla lesskilning nemenda er einnig mjög takmörkuð ásamt því að sú kennsla sem lagt er upp með til að efla orðaforða er mjög einsleit. Þetta er mikill ókostur þar sem fyrri rannsóknir á námsefni í kennslu benda til þess að ekki megi treysta of mikið á að kennarar útfæri og breyti námsefni svo það mæti öllum kröfum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LiljaRutBechHlynsdóttir_LokaskilVor2016.pdf | 1,99 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing fyrir Skemmu. Undirrituð..pdf | 206,94 kB | Lokaður | Yfirlýsing |