is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26041

Titill: 
 • „Allir eru jafn mikilvægir“ : kennsluhættir í skóla án aðgreiningar
 • Titill er á ensku „Everyone is equally important“ : teaching in inclusive schools
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Skóli án aðgreiningar er skilgreindur í núverandi Aðalnámskrá sem skóli í heimabyggð þar sem komið er til móts við þarfir hvers og eins nemanda bæði félagslega og námslega. Í skólum er lögð rík áhersla á að vinna í anda stefnunnar og að kennsluhættir séu fjölbreyttir og sveigjanlegir. Rannsóknir sýna að skilningur kennara er misjafn á stefnu um skóla án aðgreiningar og að kennurum reynist erfitt að vinna í anda stefnunnar í almennu skólastarfi. Helsta markmiðið með þessari rannsókn var að skoða kennsluhætti og kennsluaðferðir sem eru notaðar meðal kennara til þess að leitast við að koma til móts við þarfir fjölbreytts nemendahóps.
  Gerð var megindleg rannsókn þar sem gagna var aflað með spurningalista sem rannsakandi samdi. Spurt var um hvernig kennarar aðlagi námsefni, námsumhverfi og kennsluhætti að nemendahópnum og hvaða kennsluaðferðir þeir noti í kennslu. Gagna var aflað vorið 2016 og byggja niðurstöður á svörum 102 kennarar þriggja skóla.
  Niðurstöður leiddu í ljós að blandaðir kennsluhættir voru áberandi í skólastarfi skólanna þriggja. Þátttakendur töldu að þeir notuðu fjölbreyttar aðferðir í kennslu og fjölbreytt kennslu- og námsgögn. Meirihluti kennara sagðist nota samvinnunám, umræður og verklegar æfingar daglega. Þrátt fyrir þá afstöðu kom í ljós að tíðni notkunar margra aðferðanna var ekki mikil. Kennarar leituðust við að aðlaga námsefni fyrir nemendur ásamt því að umræður, sjálfstæð verkefni og einstaklingsáætlanir voru notaðar til þess að koma til móts við þarfir og getu nemenda.
  Niðurstöðurnar benda til þess að kennarar noti fjölbreyttar kennsluaðferðir í kennslu og að þeir leitist við að aðlaga námsefni og kennsluaðferðir að fjölbreyttum nemendahóp. Kennarar virðast vera nokkuð sammála um að skóli án aðgreiningar sé skóli fyrir alla og skóli þar sem allir hafa jafnan aðgang að námi. Þeir leitast við að framfylgja stefnunni þrátt fyrir að oft vanti aðferðir og leiðir. Stefna um skóla án aðgreiningar er ekki auðveld í framkvæmd en hugarfar og vilji kennara skiptir þar meginmáli.

 • Útdráttur er á ensku

  Inclusive schools are defined as schools near students homes where both their social- and educational needs are met. The school community places great emphasis on working with that policy and that the teaching methods are varied and flexible. Studies show that teachers understanding of the inclusive education varies and that teachers find it difficult to work with the policy within schools. The main goal of this study is to look at school work and teaching methods that are used among teachers to meet the needs of divers students.
  This study was conducted with quantitative methods where the data was gathered with a questionaire that the researcher wrote. The questions were about how teachers adapt the curriculum and teaching methods to students and what teaching methods they are using in everyday teaching. The data was gathered in the spring of 2016 and the participants were 102 teachers in three schools.
  The results showed that varied methods are prominent in the three schools and that teachers believe that they are using varied methods and teaching material. Majority of teachers said that they used cooperative learning, discussions and practical work daily in their teaching. Despite that teachers say they use certain methods the study reveled that the frequency of their use is not that high. Teachers seek to adapt curriculum for students as well as they use discussions, independent projects and individual plans to meet the needs and abilities of students.
  The results suggest that teachers are using varied methods and that they seek to adapt curriculum and teaching methods to meet diverse student population. They seem to somewhat agree on how to define inclusive education and seek to implement the policy despite often lacking methods and means. The policy is not easy to implement but teachers attitude and commitment is a key to success.

Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26041


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kennsluhættir í skóla án aðgreiningar_NannaMarenStefánsdóttir.pdf9.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf595.22 kBLokaðurPDF