is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26043

Titill: 
 • „Veruleikinn er ekki klipptur og skorinn“ : sýn unglingakennara á samþættingu samfélagsgreina
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast innsýn í starf samfélags-greinakennara. Fá sýn þeirra á samþættingu samfélagsgreina og hvort og hvernig þeir beita samþættingu í sínu daglega starfi. Einnig var athugað hvar kennararnir staðsettu sig í fjórþættri nálgun til samþættingar (sbr. mynd 1).
  Rannsóknin var eigindleg. Tekin voru tíu hálfopin einstaklingsviðtöl í tveimur af fjórum fjölmennustu sveitarfélögunum á Íslandi.
  Niðurstöður benda til þess að kennarar virðast ekki þekkja stefnu eigin sveitarfélags sérstaklega. Þeir lýstu sjálfum sér gjarnan sem kennara sem notar aðallega beina kennslu, verkefnavinnu úr kennslubókum og hópavinnu inni á milli. Samstarf samfélagsgreinakennara virtist takmarkað við undirbúningsfundi í upphafi skólaárs og val nemenda virtist lítið. Fjölbreyttu námsmati var þó lýst og gefin voru dæmi um símatsverkefni, próf og jafningja- og sjálfsmat nemenda. Kennararnir virtust skilja samþættingu fyrst og fremst sem faggreinamiðaða nálgun (e. disciplinary) þar sem viðfangsefnið er unnið út frá ýmsum faggreinum, kennarinn er sá sem miðlar upplýsingum til nemenda sem eru aðallega í hlutverki viðtakenda. Hins vegar höfðu kennararnir áhuga að beita þverfaglegri nálgun (e. transdisciplinary) sem byggist ekki á neinni sérstakri faggrein, heldur viðfangsefni þar sem ýmsar faggreinar geta lagt af mörkum og áhugi og þarfir nemenda eru hafðar að leiðarljósi. Þegar bornar voru saman stefnur sveitarfélaganna og framkvæmdin sem kennarar lýstu virðast mörk milli faggreina skýrari í kennslunni en gert er ráð fyrir í stefnunum.
  Fátt kom á óvart í þessari rannsókn og virðist lítið hafa breyst í kennslu-háttum miðað við fyrri íslenskar rannsóknir. Kennararnir lýsa hefðbundinni kennslu og takmarkaðri samþættingu en segjast vilja samþætta meira. Helstu skýringar fólust í ytri þáttum, þ.e. hjá öðrum en þeim sjálfum, t.d. í áhugaleysi samstarfskennaranna, að kennsla ætti að fara fram innan veggja tiltekinna rýma og ekki væri vilji kennara til að vinna þann aukatíma sem samþætting krefðist.

Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26043


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Paula M. Pálsdóttir-lokaskil.pdf965.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf200.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF