is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26046

Titill: 
  • Reynsla og gagnsemi af stuðningskerfinu Leið til læsis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lestur er mikilvæg færni sem einstaklingar þurfa að ná tökum á. Mikilvægt er að grípa snemma inn í ef grunur leikur á að lestrarerfiðleikar séu til staðar. Því fyrr sem gripið er inn í því meiri líkur eru á að einstaklingurinn nái tökum á lestri. Leið til læsis er stuðningskerfi sem ætlað er að aðstoða kennara og annað fagfólk í skólakerfinu við að koma auga á þá nemendur sem gætu komið til með að eiga við lestrarerfiðleika að stríða og aðstoða þá sem allra fyrst. Stuðningskerfið samanstendur af skimunarprófi fyrir 1. bekk og eftirfylgniprófum fyrir 1.-4. bekk, ásamt ítarlegri handbók um kennslu.
    Rannsóknin fólst í því að kanna reynslu kennara af skimunarprófi Leið til læsis og hvernig skólum hefði gengið að nýta sér niðurstöður prófsins til að mæta þörfum nemenda. Sendur var rafrænn spurningalisti á 32 starfsmenn úr 16 grunnskólum á Íslandi. Niðurstöður benda til að umsjónarkennarar telji sig almennt hafa örlítið minni reynslu og þekkingu á skimunarprófinu en sérkennarar. Þátttakendur voru sammála um að leiðbeiningar um fyrirlögn séu skýrar og að auðvelt sé að fara eftir þeim. Þátttakendur voru jafnframt sammála um að stuðningskerfið væri gagnlegt og ýtti að einhverju leyti undir samstarf við aðra kennara, leikskóla hverfisins og foreldra. Skólar telja sig einnig ná betur utan um nemendur með frávik í lestri og lestrarkennslu í almennum bekk með tilkomu Leiðar til læsis.
    Rannsóknin er mikilvæg þar sem æskilegt er að notast sé við raunprófaðar kennsluaðferðir og mælitæki í skólakerfinu á Íslandi. Tækin þurfa að vera aðgengileg og þæginleg í notkun til þess að sem flestir nýti sér þau. Því þarf að kanna notkun og gagnsemi slíkra mælitækja og kennsluaðferða og kanna hvað nýtist vel og hvað ekki.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_RakelMagnúsdóttir.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman yfirlýsing meistaraverkefni.pdf207.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF