is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26048

Titill: 
 • Fjársjóður til framtíðar : skapandi kennsluhættir í list- og verkgreinum með áherslu á samskiptalæsi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Listir gefa oft tækifæri til tjáningar og samskipta og einkennast af sköpun, frelsi og fjölbreytni. Í skapandi námi er hægt að nýta þessa eiginleika í leit að bestu útgáfu af sjáfum sér og verða „meiri í dag en í gær”.
  Ritgerðin fjallar um rannsókn á eigin starfi og ígrundun á kennsluháttum mínum. Í rannsókninni er skoðað hvort vinna nemenda minna í listgreinakennslu í grunnskóla hafi eflandi áhrif á sköpunarfærni þeirra. Gögnum var safnað í rannsóknardagbók og skrifaðar hugleiðingar í starfi, athugasemdir og lýsingar úr ferlinu við undirbúning og uppsetningu listasýningar. Listasýningin á verkum 94 nemenda á unglingasviði var hluti af rannsóknarvinnu og var sett upp í lok febrúar 2016. Á myndlistarsýningunni fengu nemendurnir að tjá sig um styrkleika sína í gegnum sköpun og taka þátt í umræðu í kjölfar sýningarinnar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig ég styð við listsköpun og skapandi aðferðir á sviði list- og verkgreina og hvernig félagsleg samskipti barna birtast í listsköpun þeirra.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að listiðkun býður upp á mikla samskiptamöguleika og gefur tækifæri til að þjálfast í lýðræðislegri félagsfærni, ábyrgð, gagnrýnni hugsun og virðingu fyrir manngildum. Í rannsókninni fengu nemendur tækifæri til að byggja upp sjálfstraust sitt í gegnum listrænt vinnulag þar sem sjálfsígrundun og tilfinningar voru útgangspunktur sköpunar og samskipta. Niðurstöður gefa vísbendingu um að listsköpun geti haft áhrif á félagsleg samskipti og líðan nemenda. Rannsóknin sýndi mér mikilvægi þróunar og fagvitundar í starfi og hjálpaði mér við að vinna samkvæmt starfskenningunni minni og auka ánægjuna í kennslu.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Treasure of the future. Creative art teaching focusing on communication
  Art gives the opportunity to express and communicate, and it’s characterized by creativity, freedom and diversity. In creative studies one can fully take advantage of those characteristics to seek the best version of it self.
  The thesis is about the research on my work, and reflection on my teaching techniques. The thesis is about if the work of students in arts has positive effects on their ability to create. Data was collected and written down in the research journal along with job reflections, comments and descriptions from the process of the art exhibition. The art exhibition is made of work from 94 students in junior high school, and was set up in the end of February 2016. In the art exhibition students had the opportunity to express their strengths through creativity and join the debate after the exhibition. The purpose of the exhibition is to investigate how I work by representing creativity and creative approaches, and how social interaction appears in their art. The results showed that art practice might lead to communicational options and gives the opportunity to study responsibility, critical thinking and showing respect to other human beings. In the research students had the opportunity to raise their confidence through arty work where self reflection and emotions were the major key to creativity and communication. Art seems to have positive effects on social skills and well-being of students.
  The research has shown me the importance of evolution and professional awareness in my job and has helped me work according to my theory, and increase my happiness in teaching.

Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26048


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Renata Agnes Edwardsdóttir 2016.pdf2.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni_30.05.16 Renata Agnes Edwardsdóttir.pdf26.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF