is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26050

Titill: 
  • Hjúkrunarheimili: Vinnustaður eða heimili? Upplifun aðstandenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða upplifun aðstandenda íbúa á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu, á menningu, umhverfi, aðbúnaði, samskiptum og daglegum venjum. Tilgangurinn er að verkefnið geti nýst sem innlegg í frekari umræðu um þessi atriði. Tekin voru viðtöl við átta aðstandendur íbúa á hjúkrunarheimilum.
    Á liðnum árum hafa verið gerðar miklar breytingar í að laga menningu hjúkrunar- og dvalarheimila að þeirri hugmynd að útrýma stofnanavæðingu sem komin var í heilbrigðisþjónustuna. Velferðarráðuneytið gaf út skýrslu um þau lágmarksviðmið og forsendur sem æskilegar eru við byggingu og starfsemi hjúkrunarheimila. Viðmiðin gera ráð fyrir litlum einingum fyrir sex til tólf íbúa. Herbergi íbúa skal vera með rými fyrir rúm, náttborð og litla setustofu. Hver íbúi skal hafa sína eigin salernisaðstöðu. Sameiginlegt rými skuli vera fyrir alla íbúana og starfsfólk einingarinnar. Í því rými skal vera borðstofa og eldhús með eldunaraðstöðu og setustofu. Slíkar einingar með heimilislegu umhverfi fjölgi tækifærum til nándar og góðrar samveru meðal íbúa og starfsfólks. Aðstaða og umhverfi eru mikilvæg ásamt því að gott samstarf og góð samskipti eru góður grundvöllur að góðri menningu á hjúkrunarheimili. Aðstandendur skipta miklu máli í andlegri og félagslegri umönnun íbúa á hjúkrunarheimilum.
    Helstu niðurstöður úr þessari rannsókn eru að viðmælendum þótti ættingi sinn hafa skert sjálfræði eftir flutning á hjúkrunarheimili. Þrátt fyrir það töldu þeir að lífsgæði ættingja síns hefðu bæst mest með tilliti til næringar og að fá aðstoð allan sólarhringinn. En þeir töldu þörf á meiri andlegri aðhlynningu og afþreyingu. Þó nokkuð virðist vanta upp á að hjúkrunarheimilin, sem viðmælendur höfðu reynslu af, uppfylli þau lágmarksviðmið og forsendur sem að Velferðarráðuneytið telur æskileg.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26050


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskyrsla.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.jpg611.64 kBLokaðurYfirlýsingJPG