is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26052

Titill: 
 • Tengsl hreyfiþroska og lestrarkunnáttu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hreyfiþroski er okkur öllum mikilvægur, ekki síst fyrir börn og unglinga sem eru að vaxa úr grasi og eru ef til vill á mikilvægasta þroskaskeiði lífsins. Þessi tími felst meðal annars í þeirri færni að geta klætt sig, gengið, notað hníf og gaffal, skrifað með penna og margt fleira. Færni af þessum toga er okkur ekki meðfædd. Einstaklingur þarf að þjálfa sig reglulega og endurtaka sömu hreyfingar aftur og aftur til að öðlast góðan hreyfiþroska. Til að meta hreyfiþroska eru notuð svonefnd hreyfiþroskapróf. Þau eru helst notuð hjá börnum til að sjá hvar þau standa á ákveðnum aldri og hvar þau standa miðað við sína jafnaldra.
  Lestrarkunnátta er hverjum einstaklingi mikilvæg. Í daglegu lífi erum við stöðugt að lesa, hvort sem það er í skólanum, í tölvunni eða í búðinni þegar við erum að versla. Það er með lestrarkunnáttu eins og hreyfiþroska, hún er ekki meðfædd heldur þarf hver og einn að þjálfa sig í lestri. Læra þarf stafina, tengja þá saman í orð og síðan að setja orðin saman í setningar. Því meira sem börn æfa sig meira í að lesa því betri tökum ná þau á lestrinum. Samhliða bættri lestrarkunnáttu eykst lesskilningur.
  Í þessari rannsókn var beitt megindlegri aðferð þar sem lögð voru fyrir tvö próf. Annars vegar hreyfiþroskaprófið MOT 4–6 og hins vegar lestrarpróf. Þátttakendur í rannsókninni voru 31, 18 piltar og 13 stúlkur. Mælingar voru framkvæmdar tvisvar sinnum á skólaárinu 2015 til 2016. Í fyrra skiptið í byrjun desember 2015 og í seinna skiptið um miðjan mars 2016.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væru á milli hreyfiþroska annars vegar og lesturs hins vegar hjá nemendum í 1. bekk í einum grunnskóla á Norðurlandi. Einnig var kannað hvort fæðingarmánuður hafi áhrif á niðurstöður en það getur munað tæpum 12 mánuðum í aldri hjá börnum í 1. bekk. Barn sem fætt er 1. janúar hefur 12 mánaða forskot á barn sem er fætt 31. desember sama ár.
  Niðurstöður sýna að jákvæð tengsl eru á milli hreyfiþroska og lesturs. Fyrri mæling sýnir fylgnina r(26)=0,361; p=0,059 en seinni mæling sýnir r(26)=0,438; p=0,02 eða tölfræðilega marktæka niðurstöðu. Þegar fæðingardagsáhrifin eru skoðuð má sjá að þeir sem fæddir eru í janúar til apríl standa sig best, bæði í lestrar- og hreyfiþroskaprófinu. Tölfræðilega marktækur munur er á hreyfiþroska þeirra sem fæddir eru í janúar til apríl og þeirra sem fæddir eru í september til desember, bæði í fyrri og seinni mælingu. Ekki er marktækur munur á milli fæðingarmánaða í lestrarprófinu en þó eru þeir sem fæddir eru í janúar til apríl með hæsta meðaltalið og þeir sem fæddir eru í september til desember með það lægsta.
  Það er því mikilvægt að hvetja börn til þess að æfa sig bæði í lestri og hreyfiþroska, því að þjálfun og endurtekningar eru lykillinn að bættum árangri og aukinni getu í hvoru tveggja.

Samþykkt: 
 • 9.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26052


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sara Rut - MEd-Lokaverkefni 28.4.16.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf179.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF