is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26055

Titill: 
  • Guðsmyndir og börn. Framsetning guðsmyndar í fræðsluefni fyrir börn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í guðfræði við Háskóla Íslands. Guðsmyndin hefur fangað huga minn undanfarin ár og þá sérstaklega guðsmynd barna. Í þessari ritgerð er markmið mitt að skyggnast aðeins betur inn í heim barna um guðsmyndina. Rannsóknarspurningin er: Hvers ber að gæta varðandi framsetningu á kristinni guðsmynd í fræðsluefni fyrir börn? Leitast verður við að svara þessari spurningu út frá sjónarhorni guðfræðinnar, en einnig rannsóknum í trúarlífsuppeldis- og kennslufræði. Í síðari hluta ritgerðarinnar verður fræðsluefni þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskóla veturinn 2015-2016 greint út frá þeim fræðilegu forsendum sem settar eru fram í fyrrihluta ritgerðarinnar, sem og fræðslustefnu og námskrá þjóðkirkjunnar.
    Í ritgerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að fræðsluefnið hafi ekki nægilega fjölbreytt líkingamál um Guð. Biblían er ramminn sem kirkjan og fræðsluefnið þarf að halda sig innan. En það þarf þó að gæta þess að detta ekki í þá gryfju að nota einhæft líkingamál um Guð og smætta Guð niður í eitthvað ákveðið því að í Biblíunni er mjög fjölbreytt líkingamál. Eftir fræðilega rýni var niðurstaða höfundar sú að það sé hvatning til okkar í framtíðinni að hafa líkingamálið um Guð sem fjölbreyttast og leyfa börnum þannig að hafa úr mörgum hugsanlegum líkingum að velja þegar þau mynda sína guðsmynd.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26055


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þóra Björg Sigurðardóttir.pdf756.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf1.64 MBLokaðurYfirlýsingPDF