is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26056

Titill: 
  • Leikið með sjálfbærni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta samanstendur af greinagerð og leikjabanka á vefsíðu. Meginhugsun leikjabankans er að taka stórar hugmyndir sjálfbærrar þróunar og finna í þeim kjarnann til að kenna leikskólabörnum í gegnum leik. Í greinagerðinni er fjallað um einn af grunnþáttum Aðalnámskrár leikskóla (2011): sjálfbærni; hvað felst í hugtakinu sjálfbærni og hvert er hlutverk kennarans í menntun til sjálfbærni. Auk þess er fjallað um gildi leiksins ásamt kenningum um leikinn, hvernig barnið lærir í gegnum leik sinn og um mikilvægi leiksins í þroska barnsins.
    Seinni hluti verkefnisins er leikjabanki, settur upp á vefsíðu. Með leikjavefnum vil ég gefa hugmyndir að leikjum sem eru gagnlegir til að kenna sjálfbærni í leikskóla. Í námi til sjálfbærni ættu börn að læra að taka virkan þátt í samfélaginu, að bera virðingu fyrir öðrum, umhverfi sínu og náttúrunni, en með leikjum skapast tækifæri til að upplifa og njóta. Leikirnir eru því settir fram í flokkum: að læra til að öðlast þekkingu; að læra til að öðlast færni; að læra að vera og loks að læra að lifa í sátt.
    Leikirnir í leikjabankanum miðast við börn á aldrinum þriggja til fimm ára. Með hverjum leik fylgir skilgreint markmið, talið er upp hvaða áhöld eru notuð og hvaða markmið menntunar til sjálfbærni eru tengd við viðkomandi leik. Auk þess eru leiðbeiningar gefnar um hvað kennari þarf að hafa í huga við undirbúning og framkvæmd leiks. Leikurinn kallar fram skemmtilegar stundir með hreyfingu, sköpun og tónlist. Með ítarlegum leiðbeiningum var hugsunin sú að bæði leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla geti unnið með leikina á sem aðgengilegastan hátt. Sumir leikjanna eru með tilbúin áhöld, búin til af mér og er hægt að nota hugmyndirnar að þeim. Leikirnir eru ýmist frumsamdir eða fengnir að láni og lagaðir að hugmyndum verkefnisins og er það von höfundar að þeir muni nýtast leikskólum landsins.

Samþykkt: 
  • 9.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26056


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinagerð Leikið með sjálfbærni.pdf601.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf32.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF