Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26057
Nafn Ólafs Ragnars Grímssonar blasti ekki við kjósendum er gengið var í kjörklefann í forsetakosningunum árið 2016. Lengstu forsetatíð Íslandssögunnar var lokið. Með fyrsta kjöri Ólafs árið 1996 hófst áhugavert tímabil í pólitískri sögu Íslands. Ólafur hafði verið umdeildur stjórnmálamaður, það átti einnig við um forsetatíð hans. Í öllum forsetaframboðum Ólafs átti hann harða andstæðinga sem börðust af krafti gegn honum. Pólitískt bakland Ólafs er meðal annars athyglisvert fyrir þær sakir að hörðustu andstæðingar hans í kosningunum árin 1996 og 2004 komu úr hópum sem líklegir voru til að hafa kosið hann árið 2012. Að sama skapi hafði stór hluti þeirra sem studdi Ólaf í fyrri tveimur forsetaframboðum hans snúist gegn honum árið 2012. Fylgissveiflurnar á baklandi Ólafs haldast í hendur við lagasynjanir hans, fyrst í fjölmiðlamálinu árið 2004 og síðar í Icesave-málinu árin 2010 og 2011. Fram að fyrstu lagasynjun Ólafs var það umdeilt hvort forseti hefði heimild til lagasynjana. Embætti forseta Íslands er einstakt í alþjóðlegu samhengi og ekki mjög formfast. Forseti hverju sinni getur sett sinn svip á embættið. Með virkjun synjunarvaldsins nýtti Ólafur sér sveigjanleika forsetaembættisins og hafði þar með varanleg áhrif á embættið. Rauður þráður ritgerðarinnar er að greina pólitískt bakland Ólafs og breytingar á fylgisgrundvelli hans þar sem lagasynjanirnar komu mikið við sögu. Rýnt er sveiflur á pólitísku baklandi Ólafs með tilliti til stjórnmálaskoðana kjósenda og mismunandi þjóðfélagshópa. Forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar var bæði stormasöm og sveiflukennd. Á milli fyrstu tveggja kosningaslaga Ólafs kom hann undir sig sterkari fótum eftir mikil átök. Vinsældir hans áttu eftir að verða lygilegar áður en stuðningurinn rýrnaði í kjölfar hrunsins. Á seinni hluta fjórða kjörtímabils Ólafs endurnýjaðist fylgisgrundvöllur hans með stuðningi úr óvæntum áttum samanborið við fyrri framboð hans til embættisins.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Grétar Atli Davíðsson. ENDANLEGT SKJAL. 8. september.pdf | 916.77 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
20160909_112207.jpg | 4.69 MB | Locked | Yfirlýsing | JPG |