is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26060

Titill: 
  • Siðferðileg hegðun dýra. Geta dýr verið siðferðilegir gerendur?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Siðfræðilegar spurningar um það að hvaða leyti dýr geti talist siðferðilegir einstaklingar gera oft greinarmun á þeim eftir getu og færni, bæði andlegri og líkamlegri, í siðferðilegum aðstæðum og hvað varðar siðferðilega hugsun og skilning. Dýr eru þá gjarnan flokkuð sem siðferðilegir gerendur, siðferðileg viðföng eða siðferðilegir þolendur.
    Í ritgerðinni skoða ég hvort dýr geti verið það sem kallað er „siðferðilegir gerendur“, þ.e. talist frjáls í athöfnum sínum, borið ábyrgð á því sem þau gera, sýnt skilning á siðferði og siðferðilegum aðstæðum og brugðist siðferðilega við. Markmiðið er að skoða hvort dýr geti haft dýpri siðferðilegan skilning til að bera en talið hefur verið og hvort hægt sé að greina þá þætti í atferli þeirra og hegðun sem við tengjum við siðferðilega gerendur.
    Heimspekingurinn Mark Rowlands hefur haldið því fram að dýr geti aðeins verið siðferðileg viðföng en ekki siðferðilegir gerendur. Í ritgerðinni gagnrýni ég þessa fullyrðingu og reyni að sýna fram á að dýr geti raunar vel flokkast sem siðferðilegir gerendur. Slík skoðun getur verið mikilvægt innlegg í umræður um betri meðferð á dýrum og hvernig við ættum að bera almennt meiri virðingu fyrir náttúrunni sem við erum hluti af.

Samþykkt: 
  • 12.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26060


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Siðferðileg hegðun dýra, BA ritgerð Guðrún Sóley.pdf733,4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing BA ritgerð.pdf474,85 kBLokaðurPDF