Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/26069
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er tilurð og saga erfðafræðinefndar Háskóla Íslands. Tvö meginatriði eru tekin fyrir. Fyrst er athugað hvernig aðdragandi að stofnun erfðafræðinefndar 1965 var og hver átti hugmynd að þeirri stofnun. Meðfram þeim athugunum voru fjölmiðlaumfjallanir rannsakaðar til samanburðar við rannsóknir höfundar á tilurð nefndarinnar. Síðan er saga nefndarinnar rakin frá stofnun til dagsins í dag með hliðsjón af fjölmiðlaumfjöllun til að varpa betra ljósi á ástæður þess hve hljóðlega nefndin sinnti störfum sínum.
Erfðafræðinefnd var stofnuð til að halda utan um skipulagningu erfðafræðirannsókna við Háskóla Íslands og veita forstöðu í þeim efnum. Aðalverkefni nefndarinnar var að safna opinberum lýðskrárgögnum og undirbúa þau fyrir tölvuvinnslu svo hægt væri að tengja þau saman í ættarskrár. Þær ættarskrár voru síðan nýttar í fjölmörgum rannsóknum til að athuga arfgengi hjá Íslendingum. Nefndin var brautryðjandi í notkun tölva í vísindarannsóknum þar sem fyrstu tölvurnar komu til landsins á sama tíma og verkefni erfðafræðinefndar voru í undirbúningi.
Helstu niðurstöður eru þær að bandarísk ríkisstofnun átti þá hugmynd að hefja mannerfðafræðirannsóknir á Íslandi sem hratt af stað atburðarrás sem leiddi af sér stofnun erfðafræðinefndar. Nefndin hafði ríkar ástæður fyrir hljóðlátum starfsháttum sínum þar sem hún hafði gríðarlegt magn af viðkvæmum persónuupplýsingum í gagnagrunni sínum þá sérstaklega fyrir daga persónuverndar einstaklinga.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Saga erfðafræðinefndar Háskóla Íslands.pdf | 471,49 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Yfirlýsing_skil_lokaverkefni_BA_Sagnfræði.pdf | 237,54 kB | Locked | Yfirlýsing |