is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26070

Titill: 
  • Kynlífslausir Japanir: Er kynlíf á undanhaldi í Japan?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hafa vestrænir fjölmiðlar, þar á meðal The Guardian, fjallað mikið um fólksfækkunarvanda Japan og meint áhugaleysi japana á kynlífi. Hafa sömu fjölmiðlar í kjölfarið verið sífellt yfirlýsingaglaðari um kynlífsvanda Japan og hvaða afleiðingar það geti haft í för með sér. Eftirfarandi rannsókn leitast við að svara því hvort meint áhugaleysi japana á kynlífi sé á rökum reist og hvaða samfélags- og menningarlegu þættir standa þar að baki. Utan hefðbundinna heimilda var útbúin viðhorfskönnun fyrir þessa ransókn og tóku 240 japanskir einstalingar þátt. Ásamt könnuninni er notast lítillega við tvö viðtöl sem undirritaður átti við tvo japanska háskólanema sem til að viðhalda nafnleysi verða kölluð Kazuki og Hiromi. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða það í ljós að fullyrðingar vestrænna fjölmiðla um kynlífsleysi Japana séu ýktar, hins vegar séu til nokkrir samfélagshópar innan Japan sem af ýmsum ástæðum annað hvort kjósa sér kynlífslausan lífstíl eða forðast kynlíf yfir höfuð. Ástæður þess eiga rætur sínar að rekja til samfélagslegra þátta á borð við álagsmikla vinnumenningu, fastskorðuð hlutverk kynjanna og fordóma gagnvart einstæðum foreldrum, þá sérstaklega mæðrum.

Samþykkt: 
  • 12.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26070


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-kynlífslausir-japanir.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skkemma-yfirlýsing.pdf323.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF