is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26071

Titill: 
  • Einhverfa: Greiningarferli og upplifun foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Greiningum á börnum með röskun á einhverfurófi fer fjölgandi og rannsóknir um málefnið fjölgar með ári hverju. Geðlæknirinn Leo Kanner lýsti fyrst einkennum einhverfu árið 1943 og byggði hann kenningu sína á hegðunareinkennum. Talið er að snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum varðandi framtíðarhorfur einstaklings með röskun á einhverfurófi. Því skiptir máli að greining og niðurstöður hennar fáist sem fyrst. Það eru aðallega þrjár stofnanir sem greina, en það eru Barna og unglinga geðleild og Þroska- og hegðunarstöð sem gera frumgreiningu og vísa á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Þegar niðurstaða greiningar liggur fyrir er mörgum foreldrum létt og sumir fara í gegnum ákveðið sorgarferli. Fjölskyldumiðuð þjónusta skiptir sköpum til að hjálpa meðlimum fjölskyldunnar gegnum ferlið. Félagsráðgjafi er tengiliður fjölskyldunnar við fagaðila og vísar á ýmis úrræði. Í könnun um upplifun foreldra á greiningarferlinu á Írlandi er staðan sú að bið eftir greiningu er löng og eftir greiningu er lengri bið í úrræði. Á Bretlandi er einnig bið, en betri þjónusta en á Írlandi, hins vegar er léleg eftirfylgni. Á Íslandi eru flestir ánægðir með ferlið og stuðningsúrræði í boði samkvæmt könnun gerð af Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Mesta óánægjan var biðtími eftir greiningu. Með aukinni fræðslu og stuðning minnkar álag á foreldra og fjölskyldur.

Samþykkt: 
  • 12.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26071


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð lmj3 sept16.pdf634.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf247.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF